Staðan í kjaramálum
Mánudaginn 10. apríl 1989

     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Ég vil að sjálfsögðu taka fram að það er hverjum einum heimilt að biðja um orðið ef það eru einungis hv. þm. Sjálfstfl. sem þurfa að eiga orðastað við hæstv. sjútvrh., en það var, eins og ég vil ítreka, enginn annar á mælendaskrá þannig að þess vegna taldi ég rétt að fresta fundinum. Komi það í ljós að einhverjir hv. þm. séu tilbúnir að halda áfram umræðunni á meðan við bíðum eftir hæstv. sjútvrh. er það að sjálfsögðu leyft.