Umferðarlög
Þriðjudaginn 11. apríl 1989

     Halldór Blöndal:
    Herra forseti. Ég mæli hér nokkur orð um þingsköp. Fundur í sameinuðu þingi stóð til kl. hálfþrjú í nótt og við vorum kallaðir hér til nefndarstarfa kl. hálfníu í morgun og hef ég verið á fundarhöldum linnulítið síðan. Fundir hefjast í fyrramálið kl. hálfníu. Ég hafði hugsað mér að athuga þetta frv. sem mér hefur ekki gefist tími til og hafði þar að auki ráðstafað mér nú í kvöldmatnum. Ég vil því mælast til þess að málið verði tekið út af dagskrá og umræðunni frestað, þannig að mér gefist kostur á að fylgjast með umræðunni og taka þátt í henni.