Umferðarlög
Þriðjudaginn 11. apríl 1989

     Halldór Blöndal:
    Herra forseti. Ég sagði að ég hefði ráðstafað mér í kvöldmatnum. Ég þekki ekkert dæmi þess að þingfundum sé haldið áfram svo að þingmenn geti ekki vænst þess að þeir geti farið í kvöldmat á eðlilegum tíma út af umræðum. Ég veit ekki til þess að fyrir því sé eitthvert fordæmi. Ef hæstv. forseti endilega vill að við afgreiðum þetta í kvöld er ég reiðubúinn að koma hingað kl. hálfníu eða níu í kvöld og hafa þá kvöldfund, allt í lagi mín vegna, en ég þekki ekkert fordæmi þess að þingmönnum sé meinuð þátttaka í umræðum á matmálstímum.