Lögbókandagerðir
Þriðjudaginn 11. apríl 1989

     Sjávarútvegsráðherra (Halldór Ásgrímsson):
    Herra forseti. Ég mæli fyrir frv. til l. um lögbókandagerðir. Það er eins með þetta frv. og það sem nefnt var á dagskrá áður að hér er um að ræða fylgifrv. með frv. til l. um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði þó að það sé í sjálfu sér ekki algerlega bundið því.
    Ég vil leggja til að að lokinni þessari umræðu verði því með sama hætti vísað til 2. umr. og hv. allshn.