Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa
Miðvikudaginn 12. apríl 1989

     Menntamálaráðherra (Svavar Gestsson):
    Virðulegur forseti. Ég vil nota tækifærið til að þakka hv. þm. Halldóri Blöndal fyrir þessa síðustu yfirlýsingu og láta þess getið að eitt af þessum 27 stjfrv. sem lögð voru fram á síðasta degi er einmitt frv. til laga um íslenska málnefnd og íslenska málstöð, og láta þess svo getið að lokum að á lokadegi framlagningar frumvarpa í fyrra voru lögð fram 28 stjfrv., núna 27, þannig að þetta er nú heldur í áttina. Ekki rétt?