Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga
Miðvikudaginn 12. apríl 1989

     Menntamálaráðherra (Svavar Gestsson):
    Hæstv. forseti. Með skírskotun til þeirra umræðna sem fram hafa farið um þetta mál, svo og þeirrar skýrslu sem fyrir liggur um tónlistarfræðslu sérstaklega og þess að þar hefur komið fram að ýmis fagleg vandkvæði eru á því að flytja tónlistarfræðsluna yfir til sveitarfélaganna og þess að fyrir Sþ. liggur till. til þál. um að fela ríkisstjórninni að endurskoða tónlistarfræðslu bæði í grunnskólum og tónlistarskólum, með skírskotun til þessa, svo og þess að við stöndum hér frammi fyrir eindreginni kröfu Sambands ísl. sveitarfélaga, sem eigi verður undan vikist við þær aðstæður sem nú eru, þá segi ég já.