Brottfall laga á sviði menntamála
Föstudaginn 14. apríl 1989

     Frsm. menntmn. (Eiður Guðnason):
    Herra forseti. Menntmn. þessarar hv. deildar hefur fjallað um frv. það sem hér um ræðir og skilað áliti á þskj. 836.
    Hér er um að ræða frv. til laga um að fella niður ýmis lög sem þjónað hafa tilgangi sínum, lög á sviði þeirra málaflokka sem menntmrn. fer með. Það var samstaða um það í nefndinni að mæla með samþykkt frv. eins og það liggur fyrir. Það er að vísu eftirsjá í ýmsum af þessum lögum, eins og lögum um friðun héra og fleira, en engu að síður létu nefndarmenn sig hafa það að mæla með því að frv. verði samþykkt eins og það liggur fyrir.
    Guðmundur Ágústsson og Halldór Blöndal voru fjarverandi við afgreiðslu málsins, en undir þetta nál. skrifa, auk þess sem þetta mælir, Danfríður Skarphéðinsdóttir, Jón Helgason, Skúli Alexandersson og Valgerður Sverrisdóttir.