Gjafsóknarreglur
Mánudaginn 17. apríl 1989

     Frsm. allshn. (Guðni Ágústsson):
    Hæstv. forseti. Hér liggur fyrir á þskj. 854 nál. um till. til þál. um gjafsóknarreglur sem er 25. mál þessa þings. Flm. þess er Friðjón Þórðarson.
    Nefndin hefur rætt tillöguna á fundum sínum, en þessi tillaga er endurflutt frá síðasta þingi. Umsagnir bárust frá Sýslumannafélagi Íslands, Dómarafélagi Reykjavíkur, Dómarafélagi Íslands, Lögmannafélagi Reykjavíkur og Samtökum gjaldþrota einstaklinga. Nefndin er sammála um að mæla með samþykkt tillögunnar. Fjarverandi við afgreiðslu málsins var Karl Steinar Guðnason. Aðalefni þáltill. er að auðvelda efnalitlu fólki að ná rétti sínum að lögum.