Söluskattur
Þriðjudaginn 18. apríl 1989

     Valgerður Sverrisdóttir:
    Hæstv. forseti. Þetta frv. lætur ekki mikið yfir sér en það er réttlætismál eins og fleiri mál sem hér hafa verið á dagskrá í dag og bætir stöðu innlendrar framleiðslu í samkeppni við erlenda og það er mikils virði fyrir íslenskan landbúnað og íslenskt þjóðfélag og þykir mér að ekki veiti af á þessum síðustu tímum að minna á það.
    Ég lýsi yfir stuðningi við frv. og vonast til þess að það geti náð fram að ganga á þessu þingi.