Frsm. samgn. (Karvel Pálmason):
    Herra forseti. Aðeins örfá orð út af því sem fram kom hjá hv. 4. þm. Vesturl. Skúla Alexanderssyni. Ég leit svo á innan nefndarinnar að menn hefðu þá skoðun að hér væri einvörðungu um að ræða verksmiðjuskip. ( SkA: Hvaðan eru upplýsingar um það?) Ég leit svo á að nefndin væri að taka afstöðu til slíkra hluta. Ég vil að það komi fram af minni hálfu. Hér ekki verið að tala um veiðiskip heldur verksmiðjuskip sem tekur við afla frá öðrum. Ég vil að þetta sé alveg á hreinu að því er mig varðar a.m.k. Ég leit svo á að nefndin væri um þetta sammála og hefði a.m.k. miklar áhyggjur af því ef hér væri verið að tala um veiðiskip. Ég held að þetta þurfi að liggja alveg hreint fyrir og a.m.k. ég sem nefndarmaður lít svona á málið.