Umhverfismál
Þriðjudaginn 18. apríl 1989

     Hreggviður Jónsson:
    Hæstv. forseti. Við þingmenn stjórnarandstöðunnar, þingmenn Sjálfstfl. og Kvennalista sátum hér og vorum að ræða mál stjórnarandstöðunnar til kl. þrjú í nótt. Okkur var boðið upp á það að hæstv. ráðherrar voru hér fjarstaddir og ekki nema tveir stjórnarþingmenn. Það er ljóst að þessi ríkisstjórn hefur ekki bolmagn til að koma sínum málum í gegn nema með hjálp stjórnarandstöðunnar. Það er einnig ljóst að það virðingarleysi sem hún sýnir stjórnarandstöðunni gefur ekki tilefni til þess að stjórnarandstaðan sé að liðka fyrir málum stjórnarinnar þegar svo er farið með mál eins og hér var gert í nótt. Þingmaðurinn greiðir ekki atkvæði.