Frumvarp til stjórnarskipunarlaga
Miðvikudaginn 19. apríl 1989

     Forseti (Kjartan Jóhannsson):
    Að undangengnum bollaleggingum hefur niðurstaðan reyndar orðið sú að geyma sér umræðu um það dagskrármál sem hér var ætlunin að taka á dagskrá, en jafnframt sammæltust þeir sem í samtölunum tóku þátt um það að slík umræða gæti þá farið fram og ætlaðar til þess tvær klukkustundir á miðvikudag n.k. Forseti mun leitast við að það geti átt sér stað og jafnframt er þá gert ráð fyrir að sá fundur gæti byrjað kl. eitt.