Utanríkismál
Mánudaginn 24. apríl 1989

     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Nú verður þessum fundi bráðlega frestað, en áður en sú frestun fer fram vil ég fara fram á að hv. þm. gefi eins og tveggja mínútna hlé svo að forseti geti tilkynnt hvernig fundahaldi verði háttað áfram.
    Ég bið afsökunar á hversu langt þetta hlé varð, en eftir viðræður við fulltrúa allflestra þingflokka hefur orðið niðurstaðan að í kvöld verður ekki fundur, en á morgun verða fundir í deildum frá kl. 2 til 3. Þá hefjast að nýju umræður um utanríkismál og standa þar til þeim lýkur og hafa menn fallist á að fyrir það verði girt að sú umræða fari yfir á miðvikudag.