Veiting ríkisborgararéttar
Þriðjudaginn 25. apríl 1989

     Sjávarútvegsráðherra (Halldór Ásgrímsson):
    Herra forseti. Ég mæli fyrir frv. til laga um veitingu ríkisborgararéttar. Hér er um mál að ræða sem er öllum hv. deildarmönnum vel kunnugt og fyrst og fremst athugað í þeim nefndum sem fjalla um þetta mál, þ.e. allshn. Ed. og Nd. Þannig háttar til að allmörg nöfn hafa bæst við í meðförum nefndar í Ed. og vænti ég þess að mál þetta verði tekið til meðhöndlunar svo fljótt sem verða má í hv. nefnd.
    Ég vil að lokinni þessari umræðu leggja til að málinu verði vísað til 2. umr. og hv. allshn.