Endurbætur forsetasetursins á Bessastöðum
Þriðjudaginn 25. apríl 1989

     Frsm. fjh.- og viðskn. (Páll Pétursson):
    Herra forseti. Á þskj. 920 er prentað nál. frá fjh.- og viðskn. sem hefur fjallað um frv. og mælir með samþykkt þess.
    Stefán Valgeirsson sat fundi nefndarinnar og er samþykkur þessu áliti.
    Undir þetta rita auk mín Árni Gunnarsson, Ragnar Arnalds, Einar Kr. Guðfinnsson, Kristín Halldórsdóttir og Guðmundur G. Þórarinsson.
    Við leggjum sem sagt til að frv. til laga um endurbætur og framtíðaruppbyggingu forsetasetursins á Bessastöðum verði samþykkt. Í þessu felst m.a. að heimilt er að taka lán allt að 50 millj. kr. innan lands á árinu 1989 til að mæta kostnaði samkvæmt lögum þessum.