Utanríkismál
Þriðjudaginn 25. apríl 1989

     Hjörleifur Guttormsson:
    Virðulegur forseti. Það er alltaf nokkur viðburður þegar utanríkismál eru tekin hér til umræðu á Alþingi Íslendinga og hér hefur það gerst að það er ekki aðeins að hæstv. utanrrh. hafi lagt fram og flutt skýrslu sína, heldur hafa komið fram yfirlitsskýrslur um ýmsa aðra þætti utanríkismála, varðandi norræna samvinnu, varðandi Evrópuþingið, Evrópuráðið og varðandi Alþjóðaþingmannasambandið svo að eitthvað sé nefnt. Það ber að fagna því að skilað er inn á Alþingi yfirliti um þátttöku Íslendinga í alþjóðastarfi með þessum hætti, en hitt er jafnljóst að í umræðum hér á Alþingi sem skammtaður er takmarkaður tími að sjálfsögðu verður ekki stiklað nema á nokkrum þáttum þeirra mála sem fyrir þingið eru lögð í þessum skýrslum og sem vert væri að koma að.
    Ég þakka allt þetta framlag sem hér liggur fyrir þó að vissulega sé þar að finna skoðanir og álitamál sem gætu verið umræðuverð og athugasemda verð. Ég mun hér í mínu máli fyrst og fremst fjalla um skýrslu utanrrh. og það sem tengist henni, svo og ræðu hæstv. ráðherra hér í Sþ. í gær, þó að ég hefði gjarnan kosið að geta varið nokkrum tíma til umræðu um samstarf Íslendinga á öðrum vettvangi, svo sem í Norðurlandaráði þar sem ég á sæti. Ég mun þó víkja nokkrum orðum að þeim þætti síðar í ræðu minni.
    Ég vænti þess, virðulegur forseti, að hæstv. utanrrh. sé hér nærri vegna þess að margt í mínu máli snýst um framlag hans hér, bæði skýrslu og ræðu sem hann flutti hér í gær við upphaf þessarar umræðu.
    Ég vil taka það fram að sitthvað af því sem fram kom hjá hæstv. utanrrh. var mér ánægjuefni og gott á að hlýða. Þar komu fram ýmis atriði sem bera vott um það að hæstv. ráðherra er að reyna að leggja sig fram um það að endurmeta stefnuna í utanríkismálum út frá sínum forsendum, út frá athugun á breyttri heimsmynd og margt af því sem hann sagði þar að lútandi var að mínu mati réttmætt, réttmætar ábendingar sem vekja vonir um það að einnig hann --- ég segi einnig hann --- sé reiðubúinn til þess að taka þátt í þeirri sjálfsögðu og nauðsynlegu endurskoðun á íslenskri utanríkisstefnu, mati okkar á þessum þáttum og öllu sem því tengist.
    Ég segi þetta hér vegna þess að Alþfl., sem hæstv. ráðherra er formaður í, hefur verið mjög freðinn í þessum efnum. Hann hefur verið mjög nálægt Sjálfstfl. og stundum hef ég þurft að orða það svo að Alþfl. væri jafnvel kaþólskari en páfinn þar sem Sjálfstfl. er í hlutverki páfans í sambandi við sérstaklega mat á öryggishagsmunum Íslands. En það er smávottur af því hjá hæstv. utanrrh. að hann sé að byrja að endurmeta þessa þætti og ég fagna því sérstaklega.
    Ég tel að í fyrri hluta ræðu hans sem hann flutti hér í gær hafi komið fram vísbendingar um þetta, en hitt er annað mál að margt í hans máli, varðandi þessa þætti, er öðruvísi en ég vildi leggja mat á hlutina og þarf kannski engan að undra það. Ég mun leyfa mér hér að gera fáeinar athugasemdir varðandi þetta almenna svið, þetta almenna mat á

utanríkishagsmunum okkar, með tilliti til breytinganna í umheiminum.
    Hæstv. ráðherra vitnaði snemma í máli sínu í gær í George Kennan sem hann með réttu taldi mikilsvirtan aldinn diplómat sem hefði lagt mikið til mótunar bandarískrar utanríkisstefnu eftir stríð. Hann gat þess sérstaklega að það væri mat George Kennans að ekki væri lengur ástæða til að líta á Sovétríkin sem hinn ógnvekjandi hernaðarandstæðing. Hvaða ástæður sem hafi verið fyrir því áður fyrr séu þær ástæður nú að líða undir lok. Þetta eru orð án beinnar tilvitnunar í ræðu ráðherrans hér í gær.
    Það er athyglisvert að hæstv. ráðherra skuli einmitt leiða George Kennan fram í sambandi við þessa breytingu á mati á aðstæðum nú. Ég efa ekki að hæstv. utanrrh. muni það, þó að hann hafi kannski ekki verið fullveðja þegar þessir atburðir urðu sem marka upphaf að utanríkisstefnu eftirstríðsáranna, en það var einmitt á þeim tíma sem George Kennan gerði sig mjög gildandi í sambandi við bandaríska utanríkisstefnu. Hann hefur stundum verið talinn höfundur Marshall-áætlunarinnar, en hann hefur líka verið talinn höfundur innilokunarstefnu Bandaríkjanna í sambandi við hernaðarmálefnin á þessum tíma, ,,strategy of containment``, sem svo hefur verið kölluð. Og George Kennan var einn af þeim sem vöruðu við stofnun Atlantshafsbandalagsins á sínum tíma. Hann varaði við endurvígvæðingu á eftirstríðsárunum undir forustu NATO. Þetta man hæstv. utanrrh. efalaust. Og hann taldi ekki að stofnun NATO væri skynsamleg ákvörðun og að hún gæti leitt til vígbúnaðarkapphlaups sem einnig varð raunin á þó að ég sé ekki að fara hér í sagnfræðilegt yfirlit á því hver átti þar upptökin.
    Ég vil líka nefna það hér að George Kennan, sem hér var leiddur fram í gær af hæstv. utanrrh., benti skýrt og ákveðið á hættuna af endurvígvæðingu Þýskalands. Og hann má með vissum hætti teljast höfundur hugmyndarinnar um kjarnorkuvopnalaus svæði því að hann var þeirrar skoðunar að það ætti að reyna að halda kjarnorkuvopnunum utan Mið-Evrópu, utan Þýskalands sérstaklega, þannig að hæstv. utanrrh. getur ekki leitt George Kennan fram sem sérstakan
talsmann fyrir þeirri stefnu sem hann var að halda hér fram í áframhaldi sinnar ræðu, þ.e. nauðsyn þess að Atlantshafsbandalagið var stofnað fyrir 40 árum og þeirra klisja sem við þekkjum nú hér og kunnum nærri því utan að um hlut þessa bandalags í varðveislu friðar og frelsis o.s.frv. o.s.frv. Þetta vildi ég segja um þetta mat hæstv. utanrrh. sem ég held að hann þurfi að endurskoða með því m.a. að lesa George Kennan betur en hann virðist hafa gert eftir því sem fram kom í máli hans hér í gær.
    Ég er hins vegar alveg sammála hæstv. utanrrh. í því að þær þjóðfélagsbreytingar sem eru að gerast og hafa verið að gerast undanfarin ár í Austur-Evrópu vekja sannarlega vonir, ekki aðeins um breytt andrúmsloft, heldur um breytta tíma ef þær ná fram að ganga sem við að sjálfsögðu vonum, og það mikla framlag, sem fram hefur komið úr þeirri átt og hæstv.

utanrrh. tíundaði, til afvopnunar til þess að taka fast og ákveðið á afvopnunarmálum og það með svo ákveðnum hætti að Atlantshafsbandalagið og talsmenn þess hafa verið í mestu vandræðum að taka á móti kröfunum úr austri varðandi afvopnun og hafa snúist þar til varnar. Það hefur verið dregið upp hér í skýru máli af ráðherra eftir ráðherra á undanförnum árum, m.a. núv. hæstv. forsrh. sem kvartaði undan því sérstaklega á vettvangi NATO meðan hann fór með utanríkismál á Íslandi að þeir væru bara alltaf í vörn fyrir þessari stöðugu friðarsókn Gorbatsjovs úr austri og NATO þyrfti að taka sig á og það er einn þáttur málsins. Það er ekki aðeins Varsjárbandalagið, þar sem breytingar hafa verið að gerast sem ber að fagna, heldur er það líka Atlantshafsbandalagið sem þarf að taka sig á í þessum málum og ég mun koma að síðar í mínu máli.
    Hæstv. ráðherra féll í þá gryfju í máli sínu hér í gær að fara út í það að rekja talnalegan samanburð og samanburð á vopnum og vopnakerfum sem skýringar á því m.a. að Atlantshafsbandalagið hefur ekki viljað fallast á að taka upp formlegar viðræður um afvopnun á höfunum, er ófáanlegt til þess enn sem komið er, og í sjónvarpskvikmynd sl. fimmtudag um hernaðinn á höfunum í nokkuð góðri kvikmynd sem dró fram kjarnann í sóknarstefnu Bandaríkjahers, m.a. á norðurslóðum og NATO, hafði fyrrverandi yfirmaður þar, Lee Bagget, þessi orð uppi í lok þáttarins, varðandi þennan þátt, þetta atriði, vígvæðinguna á höfunum: ,,Hvort sem verður af viðræðum um flotastyrk á höfunum eða ekki er þó víst að af því verður ekki í fyrirsjáanlegri framtíð. Það er vegna þess að það er háð því að Sovétmenn dragi úr hefðbundnum vopnabúnaði á landi, en þar hafa þeir gífurlega yfirburði.`` Þetta sagði þessi yfirmaður Atlantshafsflotans, aldinn maður sem talaði þarna í þessari sjónvarpskvikmynd, og við heyrðum enduróminn af sömu rökum frá hæstv. utanrrh. hér í gær.
    Það er margt sem um þetta mætti segja og þennan tæknilega samanburð á vopnakerfum. Ég er alls ekki að draga eitt eða neitt í efa, hvorki af því sem fram hefur komið hjá Varsjárbandalaginu eða Atlantshafsbandalaginu í þessum efnum vegna þess að ég er ekki í færum um að meta það sjálfstætt og vil ekki leggja neitt orð í belg um það hvor aðilinn hafi þar rétt fyrir sér. Þar greinir á um tölur, en þar greinir alveg sérstaklega á um mat á vopnakerfunum, getu þeirra, því sem kalla mætti gæði þó að mér sé illa við að tala um gæði í sambandi við vopn, ,,quality`` á enskunni. Það dylst auðvitað engum og er viðurkennt bæði af Sovétmönnum og Bandaríkjamönnum að vopnabúnaður Sovétríkjanna og Varsjárbandalagsins stendur tæknilega langt að baki vopnabúnaði Atlantshafsbandalagsins. Þetta endurspeglast m.a. í eina stóra afvopnunarsamningnum varðandi kjarnorkuvígbúnað sem gerður hefur verið, INF-samningnum um fækkun og eyðingu meðaldrægra eldflauga, því að þar undirgangast Sovétríkin að leggja margfalt fleiri kjarnaodda í púkkið til afvopnunar

samkvæmt þeim samningi vegna þess að þeir viðurkenna það sjálfir og gagnaðilinn að tölurnar segja ekki nema hálfa sögu af eintökum vopna. Þetta gildir um öll þessi kerfi og hér mátti heyra í ræðu hæstv. ráðherra í gær að hann var iðulega að skjóta þessu inn að Sovétríkin væru nú að þróa þarna ný vopn og nýjan búnað, sérstaklega í sambandi við höfin. Hann talaði um nýja gerð stýriflauga sem Sovétmenn væru að þróa. Hvað um Tomahawk-stýriflaugar Bandaríkjanna í bandarísku árásarkafbátunum? Hefur hæstv. utanrrh. kynnt sér hvenær sú þróun fór fram, hvenær Tomahawk-stýriflaugarnar voru settar í bátana, hvenær sá vopnabúnaður var þróaður og tekinn í notkun? Við skulum fara varlega í það að vera að trúa áróðurstölum risaveldanna varðandi vopnabúnað og eintök og reyna að meta hlutina dálitið út frá heilbrigðri skynsemi og okkar forsendum eins og við hljótum og eigum a.m.k. að meta þessi mál. Það finnst mér skorta nokkuð á og við eigum sannarlega ekki að vera að binda trúss okkar þar við hernaðarstjórn Atlantshafsbandalagsins þegar um grundvallarhagsmuni Íslendinga er að ræða í sambandi við afvopnun.
    Ég hlýt að nefna í því sambandi alveg sérstaklega eitt atriði sem fram kemur í skýrslu hæstv. utanrrh. en það er þar sem hann í skýrslu sinni víkur að skammdrægum eldflaugum í Evrópu. Ég var satt að segja mjög hissa og varð fyrir miklum vonbrigðum þegar ég sá það á blaði hjá hæstv. utanrrh. að hann teldi að óskynsamlegt væri að útiloka endurnýjun skammdrægra eldflauga Atlantshafsbandalagsins í Vestur-Þýskalandi. Hvernig má það vera að við hér
uppi á Íslandi ætlum að fara að leggjast á sveif með örgustu haukunum í NATO í sambandi við endurnýjun skammdrægra eldflauga með þeim hætti sem þarna kemur fram á sama tíma og löndin í Mið-Evrópu, sem á að troða þessum vopnabúnaði upp á, þessum nýju og margefldu skammdrægu flaugum, neita að taka við þeim, þegar Genscher utanríkisráðherra Vestur-Þjóðverja liggur á hnjánum vestur í Washington hjá hinum nýja hermálaráðherra Bandaríkjanna, Cheney og segir: Takið þið þennan kaleik frá okkur. Það var síðast í gær eða í morgun sem utanríkisráðherra Vestur-Þýskalands var í viðræðum við hermálaráðherra Bandaríkjanna og bað um þetta. Hvað sagði Cheney? Hann sagði nei. Þið skuluð sko taka við þessum nýju margefldu, skammdrægu flaugum sem eiga að draga þrefalt lengra en þær sem fyrir eru. Þið skuluð taka við þeim þó að það sé ekki okkar að leggja land undir þær. Og Bandaríkin sögðu nei við þessu, en hér á Alþingi Íslendinga stöndum við frammi fyrir þeirri staðreynd að utanrrh. landsins styður ekki þessa kröfu, kröfu sem tekið er undir af Atlantshafsbandalagsríkjum eins og Danmörku, af Belgíu og öðrum ríkjum Atlantshafsbandalagsins í Mið-Evrópu þó að ekki hafi öll lagst á þá sveif. Ég tala nú ekki um talsmenn sósíaldemókrata í Evrópu sem eru eindregnir í þessum efnum og meira að segja Holst, varnarmálaráðherra Noregs, hefur lagst á þá sveif, auðvitað hikandi vegna

þrýstingsins að vestan, en gert það samt.
    Ég vona að í þessum umræðum dragi hæstv. utanrrh. þetta mat sitt og þessi orð sín til baka. Það væri smávegis innlegg í afvopnunarmálin og í afvopnunarumræðuna. Það væru athafnir af Íslands hálfu því að atkvæðin eru vegin þó að atkvæðavægið sé misjafnt á vettvangi NATO og ég er út af fyrir sig ekki að blanda mér í uppgjörið í þeim klúbbi, en mér er ekki sama hvernig íslenskir stjórnmálamenn standa að málum í þeim efnum.
    Að mínu mati, virðulegur forseti, eiga megináherslurnar í utanríkisstefnu Íslendinga að vera að Ísland segi sig úr Atlantshafsbandalaginu og taki upp hlutleysisstefnu, óháð togstreitu stórveldanna, að erlent herlið fari sem fyrst af landi brott, að land okkar og umhverfi þess verði friðlýst gegn kjarnorkuvopnum og gegn umferð kjarnorkuknúinna skipa, kafbáta og flugvéla sem borið geta kjarnavopn, að íslensk stjórnvöld beiti sér af alefli fyrir afvopnun á höfunum, sérstaklega á norðurslóðum, að norrænt samstarf sé eflt og samvinna okkar við grannþjóðirnar, Færeyinga og Grænlendinga, að Ísland standi utan viðskiptabandalaga en leiti tvíhliða samninga við slík bandalög og einstök ríki um fríverslun og félagsleg og menningarleg samskipti, að baráttan fyrir umhverfisvernd verði snar þáttur í utanríkisstefnu þjóðarinnar, alveg sérstaklega fyrir verndun hafsins gegn mengun og rányrkju.
    Þessi áhersluatriði sem ég hef nefnt hér eru nokkur þau helstu í stefnu Alþb. í utanríkismálum, en því miður eru þau ekki nema að litlu leyti ríkjandi stefna í utanríkismálum Íslendinga, ekki enn sem komið er.
    Það er því miður, þegar litið er til einstakra þátta í skýrslu utanrrh. varðandi þessi mál, heldur fátt að finna af þeim baráttumálum sem ég nefndi hér. Á mörgum sviðum er unnið og talað í öfuga átt. Ísland er enn njörvað í hernaðarbandalag og utanrrh. syngur enn, þrátt fyrir þær hugrenningar sem við heyrðum hér í gær, sérstakan dýrðaróð um NATO, telur sér það kannski sérstaklega skylt í tilefni fertugsafmælisins.
    Það er verið að festa herstöðvarnar í sessi hér á Íslandi, í raun á öllum landshornum, með uppbyggingu hernaðarratsjárstöðva sem gerðar hafa verið að eins konar landvættum nútímans af þeim flokkum sem bera ábyrgð á tilkomu þeirra hér á eyjunni okkar hvítu þar sem AWACS-flugvélarnar, tvær að staðaldri, ratsjárvirki, eru svífandi yfir í háloftunum. Bandaríkjunum er að takast það þessi árin sem herráð þeirra einsetti sér við lok síðustu heimsstyrjaldar, að gera Ísland að útvarðstöð í hernaðarneti Norður-Ameríku til langframa. Við erum hér til að vera, sagði McVadon, yfirmaður heraflans á Keflavíkurflugvelli, á hátíðarfundi hjá Varðbergi og Samtökum um vestræna samvinnu, fyrir skemmstu. Og hann trúir því, en það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir okkur Íslendinga, í ljósi þeirrar þróunar sem nú er að ganga yfir heiminn, hvort við ætlum að láta þetta gerast. Herstöðvarnar hér eru að mati Bandaríkjahers ómissandi í sóknarstefnu bandaríska flotans og ef til kjarnorkuátaka kæmi við Sovétríkin

í norðurhöfum.
    Það hefur í reynd ekkert verið gert til þess af Íslands hálfu enn sem komið er á alþjóðavettvangi að bægja kjarnorkuhættunni frá landinu og koma af stað samningaviðræðum um afvopnun á höfunum. Flokkur hæstv. utanrrh. hefur því miður ekki borið gæfu til þess, ekki einu sinni lagst á sveif með krataflokkum á öðrum Norðurlöndum í baráttunni fyrir því að Ísland verði lýst kjarnorkuvopnalaust svæði, baráttu sem háð er undir forustu Ankers Jörgensen, fyrrv. formanns danska Jafnaðarmannaflokksins. Í þessu efni er það, eins og á fleiri sviðum afvopnunarmála, Alþb. sem á samleið með jafnaðarmannaflokkum og vinstri flokkum í nágrannalöndunum. Í afstöðunni til NATO, herstöðvanna og kjarnorkuvígbúnaðarins er því miður fátt eitt sjáanlegt sem greinir að Alþfl. og Sjálfstfl., enda spara talsmenn Sjálfstfl. ekki traustsyfirlýsingarnar á hæstv. utanrrh. í umræðum hér á Alþingi. Þó verð ég að segja það að í ræðu
hæstv. utanrrh. hér í gær komu fram atriði sem vekja vonir um það að formaður Alþfl. sé að taka þessi mál til endurskoðunar með þeim hætti að hann kunni, ef vel tekst til um þessar umþenkingar og endurmat Alþfl., að losa um böndin við Sjálfstfl. sem hafa verið það í rauninni sem hefur njörvað Ísland í þá stöðu í hernaðarumsvifunum á norðurslóðum sem er staðreynd enn í dag.
    Því miður eru hernaðarmálefnin ekki einu málefnin sem okkur greinir á um, okkur hæstv. utanrrh. En ég legg á það mjög mikla áherslu að þessi mál snerta þannig grundvallarhagsmuni okkar Íslendinga, öryggishagsmuni, að á það verður að leggja ríka áherslu að um þau fari fram opnar umræður hér á Alþingi í utanrmn. þingsins og úti í þjóðfélaginu til þess að sem flestir geti orðið þátttakendur í þeirri endurskoðun utanríkisstefnunnar sem er orðin knýjandi nauðsyn fyrir okkur Íslendinga.
    Ég vil víkja hér, virðulegur forseti, frá hernaðarmálefnunum um sinn og nefna hér samskiptaþættina sem snúa að utanríkisviðskiptum í framtíðinni og stöðu Íslands gagnvart viðskiptabandalögum, en á því sviði er margt að gerast og mikil nauðsyn á því að við Íslendingar kunnum fótum okkar forráð, leggjum í það vinnu af alúð að átta okkur á því hverjir okkar hagsmunir eru í þessum efnum, hvert beri að stefna.
    Haldinn var fundur forsætisráðherra og utanríkisráðherra EFTA-ríkjanna í Osló um miðjan marsmánuð. Á þeim fundi voru til umræðu samskipti EFTA-ríkjanna við Evrópubandalagið og stefna EFTA-ríkjanna í þeim samskiptum. Þannig vill til að hæstv. utanrrh. á að sitja við borðsendann í ráðherraráði EFTA á seinni hluta þessa árs. Þar mun leggjast mikið starf og mikil ábyrgð á hæstv. utanrrh. og það skiptir máli m.a. af þessum ástæðum en einnig vegna þess að við erum aðilar í EFTA og þátttakendur í starfi innan EFTA, þá þurfum við að leggja okkur fram um það að ná fram sem skýrastri stefnumörkun að þessu leyti. Ég hef lýst yfir áhyggjum yfir því hér við umræður utan dagskrár á

Alþingi í aðdraganda fundarins í Osló að það væri ekki nægur samhljómur í máli íslenskra forustumanna í þessum efnum. Síðan hefur verið rætt um þessi málefni, bæði í utanrmn. og í ríkisstjórn, og ég vænti þess að þeim ágreiningi og mismunandi áherslum sem uppi voru milli ráðherra íslenskra í sambandi við túlkun á Oslóaryfirlýsingu EFTA-ríkjanna hafi verið eytt og það verði tryggt að íslenska ríkisstjórnin verði samstiga í sambandi við málsmeðferð á vettvangi EFTA og gagnvart Evrópubandalaginu.
    Þingflokkur Alþb. tók þessi mál til sérstakrar umræðu á sínum vettvangi í framhaldi af Oslóarfundinum. Í ályktun þingflokks Alþb. 20. mars sl. var tekið eindregið undir fyrirvara forsrh. Íslands, Steingríms Hermannssonar, sem hann gerði í ræðu sinni snemma eða við upphaf EFTA-fundarins í Osló. Í þessari samþykkt þingflokks Alþb. segir m.a., með leyfi virðulegs forseta:
    ,,Þau atriði sem að mati þingflokksins þarf sérstaklega að gæta að og varða sérstöðu Íslands eru:
    1. Að Ísland afsali sér engu valdi í eigin málum til ákvarðana innan EFTA.
    2. Að ekki verði gerðar breytingar á núverandi skipan á flutningi fjármagns, þjónustu og vinnuafls nema ljóst sé að það hafi jákvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf og samfélag. Jafnframt er nauðsynlegt að allar breytingar sem gerðar kunna að verða byggist á nákvæmri skoðun á raunverulegum íslenskum aðstæðum.
    3. Að kröfur annarra EFTA-ríkja um aðlögun að innri markaði Evrópubandalagsins og um náin tengsl við bandalagið verði ekki til að binda hendur Íslendinga, m.a. varðandi samskipti við aðra heimshluta.``
    Síðan er í þessari ályktun tekið fram varðandi ýmis atriði sem snerta óhefta fjármagnsflutninga sérstaklega, en þau mál eru eitt af því viðsjárverðasta í sambandi við þær breytingar á efnahagskerfinu þar sem Ísland þarf sannarlega að gæta sín. Ég ætla ekki að vitna hér frekar orðrétt eða með beinum hætti í þessa ítarlegu samþykkt þingflokks Alþb. en það er gott vegarnesti sem aðrir þingflokkar mættu taka til eftirbreytni, að marka stefnu fyrir sitt leyti í þessum málum.
    Á vettvangi Evrópustefnunefndar Alþingis, nefndar sem stundum er svo kölluð, hefur verið mikið fjallað um þessi mál. Þar hefur eðlilega verið tekist á um þessi mál. Þar er ekkert útkljáð enn sem komið er. Þar er stefnumörkunin eftir, en að því verður væntanlega unnið á næstu vikum og mánuðum að þoka þeim málum lengra og tel ég það skipta mjög miklu máli að slík vinna verði lögð fram. En ég vil segja í þessu samhengi: Við eigum ekki, þrátt fyrir þýðingu EFTA-samstarfsins og viðskiptalega þýðingu samskipta okkar við Evrópubandalagið, að einblína á þessi samskipti ein og sér. Við eigum á þessum vegamótum, sem eru með vissum hætti að verða í viðskiptalegum efnum í heiminum, að taka okkar viðskiptalegu hagsmuni í heild til gaumgæfilegrar endurskoðunar og endurmats. Við eigum að átta okkur á því hvað okkur er fyrir bestu upp á framtíðina, í

þeirri framtíð sem við getum kortlagt og þar er ég sannfærður um að það skiptir miklu að við horfum einnig til annarra svæða viðskiptalega séð, til okkar hagsmuna varðandi önnur svæði, Norður-Ameríku, Austur-Evrópu, Austur-Asíu, svo að nokkur séu nefnd, en heimurinn allur þarf
að vera undir í þessum efnum. Í rauninni þyrfti þetta að vera meginviðfangsefnið núna og ég hvet mjög eindregið til þess að í þetta víðtæka mat verði lögð vinna nú áður en íslenskir ráðherrar og íslenska embættismannakerfið fer á bólakaf í EFTA- og EB-samskiptunum. Þar er auðvelt að drukkna í verkefnunum og gleyma því sem utan við liggur. Þess vegna á þetta endurmat um nýjar leiðir varðandi viðskiptalega hagsmuni Íslands og samskipti landsins út á við að vera forgangsmál á næstu vikum og mánuðum varðandi mat á okkar viðskiptalegu tengslum. Það má margt gott segja um það sem hefur verið í undirbúningi varðandi EFTA-málefnin, en ég óttast að þar gleymi menn sér. Það er líka ákveðin rómantík, svo að maður noti það orð um þá viðskiptalegu hætti og hagsmuni sem þarna eru á ferðinni --- þá hefur árið 1992 orðið til þess, það hefur prentast svo fast inn í heilabúið á valdamönnum í Vestur-Evrópu að ég er ansi smeykur um að þeir gleymi að litast um sem vert væri og séu of uppteknir af þessum hagsmunum sem eru vissulega mjög stórir og athugunar verðir.
    Þessi mál eru einnig uppi á norrænum vettvangi og býsna fyrirferðarmikil í norrænu samstarfi. Það var eitt meginviðfangsefni síðasta Norðurlandaráðsþings í Stokkhólmi að fjalla um þessi efni, m.a. efnahagsáætlun Norðurlanda. Í sambandi við það mál gerði hæstv. fjmrh. fyrir Íslands hönd skýran fyrirvara við undirbúning þeirrar áætlunar og það er af þeirri sjálfsögðu varúð að við eigum eftir að fara yfir málið hér heima fyrir. Við eigum eftir að átta okkur á því hvernig við ætlum að bregðast við breyttum aðstæðum, tryggja samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs, hagsmuni þjóðarinnar sem best í viðskiptalegu tilliti.
    Það hefur verið kunngert að einn af okkar alþingismönnum, raunar formaðurinn í EB-nefnd Alþingis, hafi af hæstv. utanrrh. verið kvaddur til þess að fara að sinna þessum verkum á öðrum vettvangi, hv. þm. Kjartan Jóhannsson, sem væntanlegur sendiherra landsins í Genf. Ég óska honum að sjálfsögðu alls hins besta á þeim vettvangi, alls hins besta, en ég hlýt að segja það jafnframt, af því að það er mín skoðun og varðar ekki hv. þm. Kjartan Jóhannsson né neina einstaklinga, að ég tel ekki skynsamlegt að vera að kveðja alþingismann eftir alþingismann út af þingi til verkefna í utanríkisþjónustunni sem sendimenn og sendiherra. Ég hef gert grein fyrir því opinberlega áður og það er mín skoðun sem ég hef ekki beðið minn flokk um að skrifa upp á og ég tala hér sem þingmaður og einstaklingur um þetta efni. En mér finnst að það hljóti að vera umhugsunarefni fyrir Íslendinga og Alþingi Íslendinga hvort það er skynsamlegt og

eðlilegt og hvetjandi fyrir starf hér á Alþingi að Alþingi sé eins konar biðsalur fyrir væntanlega sendiherra og bankastjóra. Ég segi nei. Alþingi er vettvangur út af fyrir sig, löggjafarvald og fjárveitingavald og aðhald að framkvæmdarvaldinu. Við eigum ekki að vera að upptaka hugi manna hér á Alþingi með því að þeir séu að vinna sig upp í störf af þessu tagi þó að ég geti vissulega tekið undir að slíkir hæfileikamenn sem hér eru geti nýst í þeim störfum sem annars staðar, en þetta er fagleg vinna sem kallar á sveigjanleika og traust í samskiptum, óháð pólitískum viðhorfum og pólitísku mati.
    Ég ætla þá, virðulegur forseti, að víkja aðeins frekar að samskiptum okkar út á við að því er snertir afstöðu á alþjóðavettvangi til afvopnunarmála sérstaklega þó að ég hafi gert það að umtalsefni hér áður, alveg sérstaklega í sambandi við skammdrægu eldflaugarnar. Ég verð að segja það og hef raunar sagt það hér áður á Alþingi, í umræðum utan dagskrár í nóvembermánuði sl., að það urðu mér mikil vonbrigði að sjá það gerast undir merkjum ríkisstjórnar sem ég veiti stuðning hér á þingi að Ísland væri að stíga skref til baka í sambandi við afvopnunarmálin á alþjóðavettvangi, að það væri að koma annar og herskárri andi og blær yfir nafn Íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna undir merkjum ríkisstjórnar sem ég hafði ákveðið að styðja í septembermánuði sl. Sitthvað af því sem hæstv. utanrrh. hefur gert á þeim vettvangi hefur verið storkandi fyrir samstarfsaðilana. Það er ekki hægt að orða það öðruvísi. Sumar af ákvörðunum hans þar eru ekki í samræmi við þá sýn og það mat varðandi bætt andrúmsloft sem þó mátti heyra hér í ræðu hæstv. ráðherra í gær að hann vildi reyna að taka með inn í sitt heildarmat. Látum vera óraunsæjar og rangar staðhæfingar um stefnu og hlut NATO á liðnum árum. Ég hef þegar rætt það nokkuð, en það er verra þegar íslenskir ráðherrar, hverjir sem þeir eru, skipa sér öfugu megin í sveit í deilumálum sem haft geta mikla þýðingu á alþjóðavettvangi.
    Ég bendi í því samhengi á afstöðu hæstv. ráðherra á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í atkvæðagreiðslu um margrædda tillögu um stöðvun kjarnorkuvígbúnaðarins, frystingu, tillögu sem borin hefur verið fram á vettvangi Sameinuðu þjóðanna árum saman og beinist m.a. gegn þeirri gífurlegu viðbót kjarnavopna sem áformuð er af NATO m.a. og Bandaríkjastjórn sérstaklega. Þar á ég m.a. við endurnýjun skammdrægu flauganna í Evrópu. Hæstv. ráðherra lét Ísland sitja hjá við atkvæðagreiðslu um þessa tillögu og hann var eini utanríkisráðherrann á Norðurlöndum sem ekki studdi hana. Í skýringu við afstöðuna lét hann koma fram að með tilliti til þess árangurs sem
nýlega hefði náðst í afvopnunarmálum teldi hann þessa ályktun ekki jákvætt framlag til yfirstandandi afvopnunarviðræðna. Þetta eru rökleysur að mínu mati. En þær komu því miður fleiri fram í umræðum um þetta mál hér í nóvember sl. án þess að ég ætli að fara lengra út í þá sálma. Ég vil ekki trúa því að það sé samhengi á milli þessarar afstöðu og þeirra orða sem lesa má í skýrslu hæstv. ráðherra, að vilja ekki

slá striki yfir endurnýjun skammdrægu flauganna þó að leiða mætti rök að því að þarna væri samhengi á milli. Ég vona að hæstv. ráðherra beri gæfu til þess að endurmeta þessa afstöðu áður en þessi mál koma á nýjan leik fyrir á vettvangi Sameinuðu þjóðanna ef hann gegnir þá því ábyrgðarmikla starfi sem hann nú hefur með höndum.
    Tillaga um stöðvun allra tilrauna með kjarnorkuvopn kom einnig til atkvæða á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Einnig sú tillaga hlaut ekki stuðning Íslands og Ísland var eitt Norðurlanda um það að greiða þessari tillögu ekki atkvæði. Í skýrslu hæstv. ráðherra er að finna yfirklór vegna þessarar afstöðu, ofarlega á bls. 17, og ég verð að segja það að mér finnst það sæta furðu að það skuli vefjast fyrir íslenskum ráðherrum að taka þátt í því að greiða atkvæði með tillögu af þessu tagi, um allsherjarbann við tilraunum með kjarnavopn.
    Nokkuð svipað má sjá í sambandi við umræðu um geimvopn í þessari skýrslu. Þó er það svo að hæstv. ráðherra tók jákvætt undir till. til þál. sem ég hef flutt hér í Sþ. með hv. þm. Guðrúnu Agnarsdóttur á undanförnum mörgum þingum og ég geri mér von um það að hann verði með stuðningsmönnum þess máls við afgreiðslu þess, væntanlega nú fyrir lok þessa þings. Verði það niðurstaðan, þótt með eitthvað breyttu orðalagi væri, ætla ég ekki að áfellast ráðherrann fyrir það að orðalag varðandi geimvopnin og ABM-sáttmálann í því samhengi sem sjá má í skýrslu hans sé mér ekki að skapi.
    Ég þarf held ég ekki að eyða mörgum orðum að því hér að geimvopnaáætlun Reagans forseta, stjörnustríðsáætlunin, er nú í rauninni að verulegu leyti afskrifuð vestan hafs. Það er sem sagt að koma á daginn að það sem við höfum mælt hér fyrir þing eftir þing eftir þing á Alþingi Íslendinga, þar sem við höfum varað við þessum áforum, bent á ummæli virtustu sérfræðinga, innlendra og erlendra, og stjórnmálamanna eins og Samuels Nunns á Bandaríkjaþingi, á við fyllstu rök að styðjast og það standa vonir til þess að Bandaríkjastjórn hin nýja eigi hlut að því að draga þarna úr og jafnvel að kistuleggja stjörnustríðsáformin margumtöluðu.
    Ég vil þá, virðulegur forseti, víkja svolítið nánar að vígbúnaðarmálunum á höfunum sérstaklega. Sá þáttur vígbúnaðarkapphlaupsins sem snýr að okkur Íslendingum er meira en nokkuð annað ógnin af kjarnavopnum á og í höfunum og umferð kjarnorkuknúinna skipa og kafbáta. Á þetta vorum við minnt þegar sovéski kjarnorkukafbáturinn sökk við Bjarnarey 7. apríl sl. sem gert var að umtalsefni af hæstv. ráðherra við umræðuna hér í gær, en það hafa orðið kjarnorkuslys síðan sem ekki hafa vakið þá athygli sem eðlilegt væri og sýnir með öðru hvernig risaveldin bæði leggja sig fram um að halda lokinu yfir upplýsingum og umræðu um þessa miklu vá. Til hvers er ég að vitna? Sprenginganna um borð í bandaríska herskipinu Iowa 350 km norðaustur af Puerto Rico hér á dögunum. Þar létust ekki 42, eins og gerðist í sovéska kafbátnum, í sprengingunni í

honum, heldur 47 manns. Og ætli kjarnorkuvopn hafi þar hvergi verið nærri? Þetta er eitt fullkomnasta herskip Bandaríkjaflota og hvað best búið vopnum, endursmíðað, síðast 1982 eða 1983, og með vissu búið tugum kjarnaodda, tugum kjarnavopna sem þar eru um borð, hvað þá á heræfingum eins og þarna var um að ræða. En ekki orð um þetta mál. Kannski hæstv. utanrrh. eigi eftir að fá frá yfirherstjórn Bandaríkjanna yfirlýsingu jafnvel í einhverju formi um þetta mál svipað og hann hefur dregið fram hér í umræðunum um þessi efni, en ég er nokkuð viss um það að í þeirri yfirlýsingu verður hvorki játað né neitað tilvist kjarnavopna um borð í Iowa í nefndu tilviki því að það er hin yfirlýsta stefna Bandaríkjastjórnar, hvað sem á gengur varðandi kjarnavopn, umræðu um þau, hvað sem líður kröfum einstakra þjóðríkja um það að þau vilji ekki sjá þau. Þetta eitt er öruggt, hvorki að játa né neita tilvist þessara vopna.
    Hæstv. ráðherra vék hér að þessum málum, sem sannarlega var ástæða til, í ræðu sinni í gær. Og hann sagði þar margt rétt og vel meint og ég tek undir varnaðarorð hans, hvert og eitt sem féll í þessum málum, og nauðsyn þess að við Íslendingar höfum þarna varann á og beitum frumkvæði umfram allt til að verja okkar lífshagsmuni að þessu leyti. En það var einn þáttur í ræðu hæstv. ráðherra sem vakti mér nokkra undrun þar sem hann í ræðu sinni kom að till. til þál. sem ég er 1. flm. að ásamt þremur öðrum hv. þm. varðandi afvopnun á norðurhöfum, kjarnorkuafvopnun á norðurhöfum. Og hæstv. ráðherra, þessi tillaga um afvopnun liggur hér fyrir sameinuðu þingi og gerir ráð fyrir því að ríkisstjórnin hafi frumkvæði að því að kveðja hið fyrsta saman alþjóðlega ráðstefnu til að ræða um afvopnun á höfunum og undirbúa samningaviðræður með sérstöku tilliti til kjarnorkuafvopnunar á norðurhöfum. Fleira kemur fram í þessari tillögu, m.a. um viðbrögð við hugsanlegri geislamengun og að leitað verði eftir því við kjarnorkuveldin að þau takmarki umferð kjarnorkuknúinna
skipa og kafbáta í grennd við Ísland. Vonandi er þetta tillaga sem allt Alþingi Íslendinga, allir á Alþingi geta tekið undir fullum hálsi.
    Í grg. með þessari þáltill. er m.a. að finna, þetta er tiltölulega stuttorð grg. miðað við stærð málsins, tilvísun í skýrslur frá Bandaríkjaher í sambandi við slys og óhöpp á liðnum árum í sambandi við kjarnorkuvígbúnaðinn. Þar segir orðrétt, virðulegur forseti:
    ,,Á árunum 1965--1977 er talið að orðið hafi 380 slys og hættuleg atvik sem tengdust kjarnorkuvopnum bandaríska sjóhersins. Helstu orsakir slíkra slysa og bilana eru raktar til mannlegra mistaka og bilana í tækjabúnaði.``
    Hæstv. ráðherra innti mig sérstaklega eftir því, þó að hann nafngreindi mig ekki en væntanlega var því beint til mín sem 1. flm. þessa máls, hverjar heimildirnar séu fyrir þessu og hæstv. ráðherra hagaði orðum sínum með þeim hætti að það mátti túlka þau

svo eða skilja svo að hann væri að gera lítið úr þessari ábendingu, lítið úr þessum heimildum. Ég verð að segja það að það kom mér á óvart að hæstv. ráðherra teldi ástæðu til þess hér í umræðunni að fara að draga þessi efni hér inn með þeim hætti sem hann gerði. Auðvitað er sjálfsagt að leita heimilda og auðvitað má gera þá kröfu til flm. hér á Alþingi að þeir bendi á heimildir sínar í sambandi við þessi efni og það skal fúslega gert að því er þetta varðar.
    Þannig er mál með vexti að Bandaríkjaher og bandarísk yfirvöld hafa engu síður en sovésk haldið upplýsingum um slys og óhöpp í sínum kjarnorkuvopnabúnaði undir lás og slá eins og þau mögulega hafa getað og það er auðvitað ekki boðlegt, ég verð að segja það, virðulegur forseti, að koma hér inn á Alþingi með greinargerð sem tengist þessum málum eins og gert var hér í umræðu um sovéska kjarnorkukafbátinn sem sökk 9. apríl sl., greinargerð frá SACLANT sem hæstv. ráðherra lagði hér inn í umræðuna, komna frá yfirflotastjórn Bandaríkjanna þar sem nánast er ekkert gert úr hættunni af þessum kjarnorkuvopnabúnaði. Reikna menn með því að þetta sé eitthvað sem liggur á lausu nema þannig fari að óhöppin verði það mikil að það verði ekki þagað yfir þeim? Þá heimild sem hér er um að ræða varðandi þennan fjölda slysa og óhappa hef ég þegar afhent hæstv. utanrrh. Hún er bréf frá bandarísku kvekarasamtökunum, ,,American friend service committee``, frá 21. jan. 1986, með fylgiskjölum, þar sem dregin eru fram þau slys og óhöpp og tilvik sem vitnað er til í þessari þáltill. Og hvernig ætli þau séu komin í hendur þessara bandarísku samtaka? Jú, það gerðist í krafti ,,Freedom of Information Act``, lagaskyldunnar um upplýsingar sem Bandaríkin búa svo vel og eiga í sínu lagasafni og ég hef hvatt hér til aftur og aftur á Alþingi Íslendinga að yrði lögfest með ekki ómarkverðari hætti og helst með fyllri hætti hér í íslenskum lögum. Það láku út upplýsingar um að heimildir lægju fyrir um þessi efni og það var sótt og þessi bandarísku samtök fengu aflétt þagnarskyldunni yfir þessum slysum og óhöppum á nefndu tímabili, um 30 að meðaltali á ári hverju.
    Og hvernig brást þá herinn við? Jú, þeir eru ekki svo galnir á þeim bæ. Þeir brugðust þannig við að segja: Jú, jú. Hérna liggur þetta fyrir og þetta eru svo sem ekki svo mikil leyndarmál. Það er meira að segja ekki allt talið og síðan dengdu þeir út lista yfir 680. Lengdu listann, lengdu tímabilið og felldu inn rispurnar á málningu á kafbátum eða skipum sem hæstv. utanrrh. gat um hér í gær til þess að gera lítið úr þessum upplýsingum.
    Virðulegur forseti. Ef það væri ekki með tilliti til tímans sem okkur er skammtaður hér, af því að við höfum víst lofað að ljúka þessari umræðu fyrir þingtíma á morgun, hefði ég talið ástæðu til þess að lesa hér upp upplýsingar og heimildir um þessi óhöpp og slys, mörg hver hin alvarlegustu sem orðið hafa í tengslum við bandarískan vopnabúnað. Ég skal hafa það í styttra lagi með tilliti til þeirra mörgu sem þurfa að komast að í þessari umræðu. Ég vil hins vegar

nefna heimildir í þessum efnum. Þetta má m.a. lesa í dagblaðinu Þjóðviljanum þann 9. júlí 1987 þar sem er að finna grein úr gagnmerkum greinaflokki eftir Vigfús Geirdal sem ég leyfi mér nú að kalla sérfræðing í vígbúnaðarmálum og afvopnunarmálum því að ég hygg að það séu fáir hér á Íslandi sem búa yfir jafnmikilli þekkingu og heimildasafni um þau málefni og hann sem hefur lagt mjög mikið fram til þessarar umræðu og ritað um það margar greinar í blöð. Þar er m.a. fjallað um þessar upplýsingar sem þá voru nýlega fram komnar og ég er viss um það að hæstv. ráðherra af tilefni þessarar umræðu á eftir að útvega sér þessar upplýsingar, fara yfir þær og draga þær fram. Þar er m.a. gerð grein fyrir því hvernig Bandaríkjaher flokkar þessi óhöpp. Þetta gengur undir ýmsum nöfnum eins og Nuclear flash eða kjarnablossi sem er óhapp af fyrstu gráðu, hið hættulegasta, hugsanleg kjarnorkusprenging sem skapað gæti hættu á kjarnorkustyrjöld milli risaveldanna. Síðan er það í öðrum flokki svokalluð ,,Broken Arrow`` eða brotin ör, sem er notað um alvarleg slys án þess að um stríðshættu væri að ræða. Síðan eru þrír aðrir flokkar, lægri áhættuflokkar, í sambandi við þessi slys og óhöpp.
    Það vill svo til og er greint frá einmitt í þessum upplýsingum að það hafa ekki orðið færri en 32 brotnar örvar samkvæmt þessari flokkun Bandaríkjahers í sambandi við slys tengd kjarnorkuvígbúnaði Bandaríkjaflota. Og það væri hægt
hér á Alþingi að taka tíma við annað tækifæri til að fara yfir þessi efni. Það er margt vandmeðfarið í þessum málum, hæstv. utanrrh. Ég man ekki betur en hæstv. ráðherra nefndi hér sprungna hjólbarða sem dæmi um eitthvað lítils háttar, svona rispur á málningu og sprungna hjólbarða. Ætli sprungnir hjólbarðar á sprengjuþotum sem bera kjarnorkuvopn og gera út frá flugvélamóðurskipum séu ekki hættuleg tilvik? Ætli það hafi ekki gerst einmitt af þeim sökum að hjólbarðar hafa sprungið á slíkum þotum, að þær hafa farið fyrir borð? Um það hef ég heimildir, hæstv. utanrrh. Við skulum vara okkur á því að draga niður í sambandi við umræður um þessi mál, gera lítið úr hættunni. Það er allt of stórt mál til þess að við getum leyft okkur það hér á Alþingi Íslendinga.
    Auðvitað eigum við ekki að mikla fyrir okkur hættur. Það er víst nógu geigvænlegt útlitið í heiminum, þó að við gerum það ekki og margt sem heldur fyrir okkur vöku, en því miður er það svo að þar er af allt of, allt of mörgu að taka. Og ég segi við hæstv. utanrrh.: Gerum nú gangskör að því hér á Alþingi Íslendinga og af hálfu íslenskra stjórnvalda, gerum kröfu til samstarfsaðila í Atlantshafsbandalaginu um það að við fáum tryggingu fyrir því að Ísland verði virt sem kjarnorkuvopnalaust svæði, að hingað verði hvorki flutt til lengri tíma kjarnorkuvopn eða flutt til skamms tíma kjarnorkuvopn. Gerum þá skýlausu kröfu til bandarískra stjórnvalda, til bandarískrar herstjórnar, að ekkert slíkt komi inn á íslenskt yfirráðasvæði, lofthelgi eða landhelgi, eins og

hæstv. utanrrh. Geir Hallgrímsson gerði í orði í ágætis yfirlýsingu hér á Alþingi Íslendinga, ef ég man það rétt, 16. apríl 1985. En það er bara einn galli á gjöf Njarðar. Málinu er ekki fylgt eftir. Það er bara tekið trúanlegt, það er tekið á móti þeirri ófrávíkjanlegu stefnu bandarísku herstjórnarinnar, og gengur yfir NATO, allt NATO-liðið, að hvorki játa né neita tilvist kjarnorkuvopna um borð í herskipum eða flugvélum.
    Ég sat við borðið í utanrmn. þegar þar gekk á milli ,,top secret``-plagg sem William nokkur Arkin færði hingað til Íslands í desembermánuði 1985 líklega, þó að ég muni það ekki alveg nákvæmlega, og varð tilefni mikillar umræðu, þar sem fram kom heimild Bandaríkjaforseta til þess að flytja hingað til Íslands á neyðartímum 48 B-57-kjarnadjúpsprengjur til þess að setja um borð í Orion-flugvélarnar sem eru gerðar út frá Keflavíkurflugvelli. Líkurnar á því að þetta sé gert árlega af Bandaríkjaforseta eru mjög miklar. Tökum þessi mál alvarlega. Brjótum í blað að þessu leyti, bægjum frá Íslandi þeirri stöðugu vá sem yfir okkur býr vegna þátttöku okkar og flækju í þessu kjarnorkuvígbúnaðarneti. Losum okkur úr því. Verum menn til þess. Það er of seint ef illa fer og hættan dynur yfir. Þá er það um seinan.
    Við heyrum um það, hæstv. utanrrh., m.a. nú á nýliðnum vetri, að það séu áform uppi um það hjá bandarísku herstjórninni að auka flotaheimsóknir hingað til Íslands, m.a. til þess að venja skip úr fastaflota Atlantshafsbandalagsins við birgðastöðvarnar hér í Hvalfirði og væntanlega í Helguvík og kannski að venja Íslendinga við komu slíkra skipa og heimsóknir sem vissulega hafa átt sér stað á liðnum árum en í mjög takmörkuðum mæli og í minni mæli um skeið eftir yfirlýsingu hæstv. fyrrv. utanrrh. Geirs Hallgrímssonar sem ég nefndi áðan. En í ,,Aviation Week & Space Technology``, tímariti sem vitnað var til í umræðu hér um daginn, frá 14. nóv. sl., er að finna yfirlýsingar frá McVadon, yfirmanni herliðsins á Keflavíkurflugvelli í þessa átt, að það eigi að auka flotaheimsóknir af þessu tagi.
    Ég spyr hæstv. ráðherra: Hvað liggur fyrir í þessum efnum? Hvað getur hæstv. utanrrh. upplýst okkur um varðandi hugsanlegar heimsóknir úr fastaflota Atlantshafsbandalagsins eða annarra herskipa hingað til lands? Það eru ekki bara stóru skipin sem borið geta kjarnorkuvopn, sem eru ,,nuclear capable`` eins og það er orðað á enskunni, bera búnað fyrir kjarnorkuvopn og til að leysa þau úr læðingi með öllu saman.
    Hleypum ekki slíkum farkostum inn í íslenska landhelgi. Hvaða athuganir hafa farið fram á afleiðingum þess ef illa fer í tengslum við komur slíkra skipa til landsins, til höfuðborgar landsins, Reykjavíkur, og til annarra staða? Ég hvet hæstv. ráðherra vegna þess að hann hefur sýnt áhuga í þessum málum, eins og kom fram í máli hans hér í gær, til þess virkilega að taka á í þessum efnum varðandi kjarnorkuvopnin og hlutdeild Íslands í kjarnorkuvopnabúnaðinum sem er grunnþáttur samofinn þeim vopnabúnaði sem hér er, því miður.

    Aðildin að NATO, þessu fertuga friðarbandalagi, svo að ég noti hér orð eins helsta talsmanns Sjálfstfl. í utanríkismálum, hv. þm. Eyjólfs Konráðs Jónssonar. Hann kallar þetta gjarnan mesta friðarbandalag allra tíma þegar hann ... ( EKJ: Eitt merkasta bandalag Íslandssögunnar.) Og merkasta bandalag Íslandssögunnar. Svo kært er það honum að hann er búinn að taka þetta inn í Íslandssöguna. Þetta bandalag er býsna fyrirferðarmikið í skýrslu hæstv. ráðherra, bæði í yfirlitskafla og í sérkafla skýrslunnar. Umfjöllunin um þetta hernaðarbandalag er hins vegar með nokkrum vandræðablæ sem hægt er að skilja í ljósi þeirrar stöðu sem málefni þess eru komin í. Óvinarímyndin hefur bliknað mikið vegna þjóðfélagsbreytinga, m.a. austan járntjalds og í sumum fylgiríkja
Sovétríkjanna í þeim heimshluta. Frumkvæðið í afvopnunarmálum hefur komið úr þeirri átt undir forustu Gorbatsjovs og NATO hefur ekki reynst þess megnugt að byggja upp trúverðuga ímynd og svör við þessari óvæntu sókn úr austri.
    Sú stefna Bandaríkjanna að knýja önnur aðildarríki NATO til að taka á sig aukinn kostnað vegna vígbúnaðar hefur fengið lítinn hljómgrunn við þessar aðstæður í hinum bandalagsríkjunum sem ætlað er að axla byrðarnar. Ágreiningurinn um nýjar skammdrægar flaugar í Vestur-Þýskalandi, sem ég hef minnst hér á, hefur leitt til mikilla vandræða í samskiptum aðildarríkjanna og einnig hefur ágreiningur um viðskiptamál milli Evrópubandalagsins og Bandaríkjanna ekki orðið til að bæta andrúmsloftið þvert yfir Atlantshafið. Ókrýndur forustumaður hernaðarbandalagsins, hinn nýi forseti Bandaríkjanna og stjórn hans, sætir nú vaxandi ámæli vegna seinagangs í stefnumótun í afvopnunarmálum og raunar fleiri þáttum alþjóðamála. Þessi þróun hefur leitt til þess að nýtt hugtak er æ meir notað í stjórnmálaumræðunni. Það eru ekki bara austur--vestur málefni, heldur vestur--vestur málefni. Og þau eru vissulega umræðuverð og bera vott um þær breyttu aðstæður sem við erum að ræða hér í tengslum við þessa skýrslu hæstv. ráðherra. Þessi nýju viðhorf sem blasa við NATO fá hins vegar mjög takmarkaða umfjöllun í skýrslu hæstv. ráðherra. Þess í stað er þar að finna allt of margar gamlar uppbakaðar lummur.
    Það er, virðulegur forseti, afvopnunin í reynd sem máli skiptir, bæði í hefðbundnum herafla og í kjarnorkuvígbúnaði, og þar vantar enn þá margt á að hlutirnir hreyfist í rétta átt á heildina litið. Í þeim efnum hefur NATO af engu frumkvæði að státa, því miður. Þvert á móti hefur bandalagið sýnt tennurnar meir en áður á vissum sviðum, m.a. með mestu sjóheræfingum eftirstríðsáranna á Noregshafi sem þátttaka var í frá herstöðvum hér á landi, þ.e. hinni svokölluðu Teamwork-æfingu í september sl.
    Ég vil spyrja hæstv. utanrrh. alveg sérstaklega vegna vopnabúnaðarins hér á landi og vegna þess að hann dró upp í umræðunni hér æfingarnar í Noregi. Þegar rætt var um heræfingarnar hér um daginn, væntanlegar heræfingar á Miðnesheiði, dró hann upp

heræfingarnar í Norður-Noregi sem tengdust Teamwork-æfingunum í september 1988. Það liggur fyrir að það var veruleg þátttaka í þessum mestu sjóheræfingum á norðurslóðum frá herstöðvum á Íslandi. Og það liggur fyrir skjalfest, m.a. í margnefndum greinum, greinasafni í Aviation Week, frá 14. nóv. sl., að þarna var um mikla þátttöku frá herstöðvunum hér að ræða og það var komið hingað með hervélar og liðssafnað til þátttöku í þessum heræfingum. Í tengslum við þær var flogið inn yfir Ísland, æft árásarflug inn yfir Vatnajökul, víðs fjarri hinum svokölluðu varnarsvæðum, af herflugvélum frá nýjustu flugvélamóðurskipum Bandaríkjaflota sem lágu hér í hafinu utan við. Ég spyr hæstv. utanrrh.: Er það með vitund og vilja íslenskra stjórnvalda að bandarísk stjórnvöld taka að því er virðist án sérstakra heimilda inn herbúnað til þátttöku í heræfingum af þessu tagi? Og það er staðhæft af bandarískum heryfirvöldum að þeir þurfi enga sérstaka heimild til þess að auka hér á vígbúnaðinn og vopnabúnaðinn í landinu í sambandi við heræfingar. Þetta er það mikilvægt atriði að um það þurfa að liggja fyrir upplýsingar hér á Alþingi Íslendinga. (Gripið fram í.) Hv. þm. Eyjólfur Konráð óskar eftir að taka til máls hér úr sal og ég ætla að heimila honum það fyrir mitt leyti. Hvað sagði hv. þm.? ( EKJ: Ég var að spyrja hvort þú ætlaðir að gleyma heræfingunum ykkar núna og varaflugvellinum?) Hv. þm. spyr um heræfingarnar okkar og hann spyr um varaflugvöllinn, spyr hvort það eigi ekki að ræða. Ég skil það mjög vel að það er áhugaefni hv. þm. að ég ræði það efni, væntanlega kemur hann að því hér á eftir því að það brennur greinilega mjög á hv. þm.
    Ég skal verða við þessari ósk hv. þm. því að það er sannarlega ekki ætlun mín, virðulegur forseti, að láta óræddan þann þátt sem snertir hernaðarumsvifin hér á landi og ég var raunar kominn þar í ræðu minni að fjalla um þátttöku herbúnaðar, hervéla frá Íslandi í tengslum við viðamestu heræfingar sem fram hafa farið á norðurhöfum sl. haust.
    Í VII. kafla skýrslunnar er fjallað um hernaðarumsvifin hér sérstaklega. Þeir þættir tengjast náið þeirri hugmyndafræði sem hefur verið umræðuefni hér af minni hálfu í sambandi við réttlætingu erlendra herstöðva hér og herfræði Bandaríkjanna á norðurslóðum. Á bls. 10 í skýrslu hæstv. utanrrh. er að finna kafla um þessi efni þar sem segir m.a., virðulegur forseti:
    ,,Fyrirrennarar mínir í starfi hafa á undanförnum árum leitast við að auka hlutdeild Íslendinga við þróun áætlana varðandi varnir landsins, svo og við starfrækslu ratsjár- og fjarskiptastöðva. Samfara þessu hafa Íslendingar leitast við að gerast virkari aðilar að Atlantshafsbandalaginu. Haldið verður áfram á sömu braut í tíð núv. ríkisstjórnar.``
    Það má vissulega til sanns vegar færa að nokkrir íslenskir starfsmenn hafa tekið við af bandarískum í því ratsjárkerfi sem hér er í uppbyggingu og fóðra herstjórnina hér og í Bandaríkjunum með upplýsingum sem koma frá þessum búnaði. Aukin hlutdeild

Íslendinga við þróun áætlana varðandi svokallaðar varnir landsins er hins vegar þjóðsaga sem hefur verið rækilega afhjúpuð í umræðunni um heræfingarnar sem hér hafa verið mjög á dagskrá frá því að
fréttir bárust um áætlanir þar að lútandi í tengslum við þjóðhátíðardaginn hér á Íslandi. Það gerði raunar sjálfur utanrrh. þegar hann staðfesti þau ummæli varnarmálaskrifstofunnar --- og raunar Tómasar Stone stærðfræðikennara sem stýrir því varaliði Bandaríkjahers sem hingað á að koma til æfinga --- að engar slíkar áætlanir lægju fyrir varðandi svæði hérlendis utan herstöðvanna. Hvenær halda menn að frumkvæði hafi komið frá Íslendingum um byggingu einstakra hernaðarmannvirkja hérlendis, t.d. styrktra flugskýla og stjórnstöðvar til að gera herstjórninni á Miðnesheiði kleift að halda út í eina viku eða svo í kjarnorkustyrjöld, eftir að afgangurinn af mannabyggð hér við Faxaflóa væri eyddur af geislavirkni? Auðvitað eru slíkar hugmyndir ekki ættaðar frá Íslendingum. Ég hlýt að segja sem betur fer.
    Í fskj. 14 með skýrslu hæstv. utanrrh. er reynt að láta líta svo út sem íslensk stjórnvöld hafi með auknum afskiptum af skipulagi varna sem boðuð voru í skýrslu utanrrh. til Alþingis í apríl 1984 verið hvatning til betra skipulags og þjálfunar á þeim herafla sem ætlað er til að annast varnir Íslands eins og það er kallað. Þetta hafði leitt til ákvörðunar um það varalið sem hingað á að koma til æfinga í þriðja sinn í júní nk. Einnig hér er um goðsögn að ræða, söguskýringu sem orðið hefur til eftir á. Fyrir liggur að John Lehman, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna á þessum tíma, greindi frá varaliðinu svokallaða í fyrsta sinn við yfirheyrslur í hermálanefnd Bandaríkjaþings í mars 1983 og þá í tengslum við sóknarstefnu bandaríska flotans á Norður-Atlantshafi og í norðurhöfum. Í viðtali við þjálfara varaliðsins og yfirmenn herliðsins á Keflavíkurflugvelli, sem m.a. birtist í Aviation Week í nóvember sl., kemur ljóst fram að varaliði þessu er einvörðungu ætlað það hlutverk að verja hernaðarmannvirki í sjálfri herstöðinni og þá sérstaklega gegn hugsanlegum skemmdarverkasveitum sem af Rússunum eru kallaðar ,,Spetsna`` og er einnig að finna upplýsingar um í nefndu bandarísku tímariti.
    Í umræðum um varaliðið hefur þannig verið staðfest það sem herstöðvaandstæðingar hafa ætíð bent á að herstöðvarnar hér hafa ekkert með vernd eða varnir Íslendinga, íslenskra borgara að gera heldur eru liður í allt öðru samhengi sem er sóknarstefna Bandaríkjanna í norðurhöfum og aðrir hernaðarhagsmunir risaveldisins og fleiri aðila innan NATO. Það eru herstöðvarnar og herbúnaðurinn sem hér er sem dregur að stórfellda hættu fyrir íslenskan almenning ef til alvörunnar drægi, mestu sjóorustu sögunnar hér norður af landinu sem brugðið var upp í sjónvarpskvikmyndinni sem Albert Jónsson, starfsmaður Öryggismálanefndar, átti þátt í að gerð var og sýnd var í sjónvarpinu á fimmtudaginn í síðustu viku, þessa hildarleiks m.a. sem þar var gerður að umtalsefni og ég ætla ekki að fara nánar út í.

    Það er hins vegar nú allra síðustu árin, 40 árum eftir stofnun NATO og 38 árum eftir komu hersins að íslenskum utanríkisráðherrum fer að líða eitthvað illa undan því og fara að klóra sér í höfðinu út af því að blekkingin um að verið sé að verja Íslendinga blasir við hverjum manni. Nú í miðri þíðunni í alþjóðamálum þegar jafnvel yfirmenn herliðsins og þeir sem þeim tengjast eru opinskátt farnir að tala um innrás í Ísland sem fjarlægan möguleika, þá er rokið upp til handa og fóta til að samþætta starfsemi bandaríska herliðsins hér og íslenskra stofnana allt frá Almannavörnum til lögreglu og Pósts og síma.
    Utanrrh. greindi frá því í umræðunni um heræfingarnar hér á Alþingi um daginn og um það má lesa á bls. 89 í skýrslu hans að slík samþætting herliðs og íslenskra stofnana hefur verið undirbúin á undanförnum árum og einnig í tengslum við þetta svokallaða U.S. Army Forces Iceland sem á að koma til að sprikla hér á Miðnesheiði í júnímánuði nk., í langnættinu í júní um Jónsmessuleytið.
    Það er upplýst af hæstv. ráðherra að Tómas stærðfræðikennari óski sérstaklega eftir því að fá að æfa þetta varalið sitt hér í tengslum við íslenska aðila utan varnarsvæða af tilefni heimsóknarinnar hér í júní. Og ég spyr hæstv. ráðherra vegna yfirlýsinga hans hér í gær um það að dregið skuli um þriðjung úr þessum heræfingum: Hvað er það tölulega, hæstv. ráðherra, sem hér er á ferðinni? Við hvað er miðað? Hér var tíundað upp á hundrað og upp á tug, hvað um var að vera þegar við ræddum þessi mál hér utan dagskrár um daginn. Ég vænti þess að hæstv. ráðherra veiti hér upplýsingar sambærilegar um hvað hér er á ferðinni, en alveg sérstaklega spyr ég hæstv. ráðherra um þær hugmyndir varðandi hliðaræfingu í samþættingu við innlendar stofnanir sem hann ræddi um í því samhengi og sagði, að hann teldi sjálfur að væri skynsamlegt og æskilegt að ætti sér stað. Er meiningin að fara út í slíkar hliðaræfingar? Hvers konar æfingar? Hverjir eiga að taka þátt í þeim? Ég tel það skipta miklu máli að það verði upplýst hér því að ég tel þetta eitt hið hættulegasta í sambandi við þróun mála hér ef það á í vaxandi mæli að fara að gera herliðið, fasta herliðið og varahersveitir sem hingað koma að þátttakendum í starfi íslenskra aðila í sjálfsögðum almannavörnum hérlendis, starfi sem íslenskar stofnanir eiga einar og sér að bera ábyrgð á, vera mótandi um og taka að sjálfsögðu þátt í og allt of lítið hefur verið gert af undir íslenskri forustu
á liðnum árum. Ég spyr hæstv. ráðherra um það hvort Tómas stærðfræðikennari ætli sér um leið og hann æfir varaliðið sitt hér í glímunni við hugsanlegar skemmdarverkasveitir á berangrinum á Miðnesheiði, hvort kerfi okkar, þessara innfæddu, á vegum sómakærra embættismanna yfir nefndum stofnunum og ég ætla ekki að fara að nafngreina hér, hvort það sé sæmilega smurt þannig að þeir ráði við það verkefni að senda fólk af Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu austur fyrir heiði og fari síðan í það verkefni að hjálpa til við að kljást við skemmdarverkasveitirnar hugsuðu í Hafnarfjarðarhraunum. Er það meiningin í

tengslum við þetta mál?
    Ég vænti þess að hæstv. utanrrh. sé ekki á því spori. Ég tel að sú yfirlýsing sem hæstv. ráðherra gaf hér í gær um samdrátt í þessum heræfingum sé auðvitað skref í rétta átt, en hún er ekki nægjanleg. Spurningin er: Inn í hvaða samhengi er verið að tala? Hæstv. utanrrh. sagði okkur að í tengslum við þetta yrði óskað fyllri upplýsinga um hvers væri að vænta í framtíðinni með góðum fyrirvara. Ef þessi samdráttur er gerður af einhverri sérstakri tillitssemi við þá dáta sem hingað eiga að koma og leyfa þeim að sprikla einu sinni enn og svo búið, ef það er liður í þessari ákvörðun, þá tel ég að hér sé um markvert og athyglisvert skref að ræða, ef við eigum síðan að vera lausir mála við æfingar af því tagi í staðinn fyrir stigmögnun slíkra æfinga. Það er spurningin að rata í rétta átt, hæstv. utanrrh., að hlusta á þá *y2/3*y hluta íslensku þjóðarinnar sem svöruðu því í skoðanakönnun, eins og kunngert var í gær, að þeir væru andvígir þessum heræfingum, tækju undir með þeim sem segja: Burt með þetta brölt af Íslandi.
    Ég vænti þess, virðulegur forseti, að menn fari að staldra við og hæstv. utanrrh. í þeim hópi og fari að velta því fyrir sér hvert sá grái leikur, sem þessar heræfingar m.a. eru þáttur í, er að bera okkar íslenska samfélag. Framhald á þessum þáttum gæti leitt til dapurlegrar niðurstöðu, ég tala nú ekki um vaxandi samþætting á herlífi og starfsemi herliðs og þjóðlífs á Íslandi. Það voru stigin mikilsverð skref í þessu samhengi, m.a. 1974 þegar ákveðið var að loka herliðið af meira en gert hafði verið. Það var farsælt skref. Opnum ekki þessar gáttir á nýjan leik. Ísland hefur haft þá ánægjulegu sérstöðu að vera laust við hernaðaranda og heraga. Jafnframt blundar á bak við kannski óttinn að eigin þjóð, samlandar sem eru andstæðrar skoðunar með öllum þeim sem átta sig á hættunum sem fylgja uppskiptingu annars vegar í herlið, lokuð kerfi, og hins vegar frjálst þjóðlíf, hefur kannski átt vissan þátt í því að menn hafa hikað við að fara inn á þessa braut samþættingar herliðs, herlífs og þjóðlífs hérlendis. Ég hlýt að vænta þess og gera kröfu til þess að þetta skref, sem hæstv. utanrrh. var að kunngera hér í gær, verði ekki lokaorð hans í sambandi við þessi mál. Ég mun fara yfir þau efni og meta þau út frá því sem fram kemur hér í þessum umræðum og síðan á vettvangi þings og stjórnar landsins um þessi mál.
    Þessi umræða sem hér hefur farið fram, m.a. í tengslum við þessar heræfingar, kallar á það að farið sé ofan í saumana á starfsháttum svonefndrar varnarmálaskrifstofu og varnarmálanefndar og það þótt fyrr hefði verið. Ég hef borið fram um það kröfur einnig í utanrmn. og ég vænti þess að upplýsingar verði þar fram reiddar því að til þess er sannarlega ástæða af tilefni þessarar umræðu. Undir það tek ég og tek þá jafnframt undir með hæstv. forsrh. og fleirum sem rætt hafa þessi mál hér á Alþingi.
    Ég ætla, virðulegi forseti, ekki að taka hér sérstakan tíma í það að ræða um hugmyndirnar varðandi varaherflugvöll á Íslandi. Þar er um að ræða

hugmyndir um framkvæmd sem engan veginn rúmast innan stjórnarsáttmála íslensku ríkisstjórnarinnar. Þar væri um slíkt stórmál að ræða, ef menn ætluðu að gera athafnir úr orðum í sambandi við forkönnun mála og hvaðeina sem að undirbúningi slíks málefnis lýtur, að hæstv. utanrrh. gerir sér væntanlega grein fyrir því hvaða afleiðingar slíkt mundi hafa fyrir það samstarf sem hann er þátttakandi í um ríkisstjórn landsins. ( EKJ: Hverjar eru þær?) Hv. þm. Eyjólfur Konráð Jónsson er að verða bráðlátur ( Gripið fram í: Það er engin furða.) að komast hér í ræðustól og ég skal fara að stytta mál mitt, virðulegur forseti, svo að hann og fleiri hv. þm. komist hér að til þess að ræða mál, enda á ég þess kost að taka hér þátt í umræðu síðar.
    Ég vil hins vegar í sambandi við varaflugvöllinn vekja athygli á því að það hafa komið fram rangar upplýsingar og rangar staðhæfingar varðandi undirbúningsþætti þess máls, m.a. að því er varðar stöðu mála á vettvangi NATO og Mannvirkjasjóðs NATO varðandi þennan varaflugvöll. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fram hafa verið reiddar liggur ekkert fyrir um þátttöku NATO í þessum hugsanlega flugvelli og yfirlýsingar frá Wörner, aðalframkvæmdastjóra NATO, að þessu leyti, sem er eitt af fylgiskjölunum með þessari skýrslu hæstv. utanrrh., eru auðvitað markleysa því að þessi framkvæmdastjóri NATO getur varla haft mikið um mál að segja sem ekki er búið að taka á dagskrá á þeim vettvangi. Það væri hins vegar full ástæða til þess að ræða um þann þrýsting í kostnaðarlegri þátttöku, þann þrýsting af hálfu Bandaríkjanna sem endurspeglast einmitt í þessu varaflugvallarmáli. Það tengist þeirri staðreynd
að herstöðvarnar hér eru að mati yfirherstjórnar Bandaríkjanna hluti af CONUS-kerfinu. Hvað er það? Það er Continental U.S., skammstöfun á því, meginland Norður-Ameríku, Bandaríkin. Það er sótt um fjárveitingar til framkvæmdanna hér sem hluta í vörnum meginlands Bandaríkjanna.
    Þau mál, virðulegi forseti, sem ég hef tæpt á hér, hef ég ekki mikið fleiri orð um tímans vegna þó að hér væri þörf á að segja mjög margt fleira. Þegar núv. ríkisstjórn var mynduð sl. haust, þá væntum við sem veittum henni brautargengi þess, a.m.k. að því er Alþb. varðaði, að hún framfylgdi utanríkisstefnu sem væri í einhverjum takt við tímann, endurspeglaði m.a. kröfuna um slökun og afvopnun og stöðvun kjarnorkuvígbúnaðarins svo að dæmi séu tekin. (Gripið fram í.) Hér innan lands yrði a.m.k. ekki um aukningu á hernaðarumsvifum að ræða og leitast yrði við að leggja óháð mat á öryggismálefni landsins í stað einhliða mötunar vestan um haf. Þetta er m.a. að finna í stjórnarsáttmálanum, hæstv. utanrrh., óháð mat á öryggishagsmunum landsins. Hvað hefur verið aðhafst af hálfu hæstv. ráðherra hvað snertir þennan þátt málefnasamnings ríkisstjórnarinnar? Ég inni hæstv. ráðherra eftir því.
    Niðurstaðan eftir rösklega hálfs árs störf þessarar ríkisstjórnar valda mér vissulega vonbrigðum á mörgum sviðum að því er meðferð utanríkismálanna

varðar og það á væntanlega við um fleiri en mig, fleiri samstarfsaðila en okkur alþýðubandalagsmenn í ríkisstjórninni. Ég tek það hins vegar fram að margt af því sem hér kom fram hjá hæstv. utanrrh. vekur vonir um það að á þessu geti orðið breyting, en á það verður þó að sjálfsögðu að reyna. Hæstv. utanrrh. þarf með samstarfsaðilum sínum í ríkisstjórn að fara yfir sviðið, því að það er fátt eitt talið í málefnasamningi ríkisstjórnar, til þess að stilla saman um stefnuna í þessum geysilega þýðingarmikla málaflokki sem hæstv. ráðherra fer með. Og það hlýtur að vera áhugaefni þeirra sem vilja treysta þetta stjórnarsamstarf að stefnan í utanríkismálum verði í einhverju samræmi við væntingar þeirra sem veita þessari ríkisstjórn stuðning, jafnt hér á Alþingi sem úti í þjóðfélaginu. Þar gæti hæstv. utanrrh. lagt mikið af mörkum og ég vænti þess að í framhaldi af þessari umræðu sjáum við þess nokkur merki og að hæstv. ráðherra beiti sér fyrir því með samstarfsaðilunum að taka með öðrum hætti á mikilvægum þáttum þessara mála heldur en raun ber vitni á undanförnum mánuðum.
    Ég segi hæstv. utanrrh. það alveg hreint út að ég tel það varða afar miklu í sambandi við störf þessarar ríkisstjórnar að meðferð utanríkismálanna verði í takt við þær breyttu aðstæður sem skapast hafa í alþjóðamálum og þá hagsmuni Íslendinga sem við blasa, öryggishagsmuni, m.a. að því er varðar vígbúnaðinn á höfunum og hættuna af kjarnorkuvá.
    Ég skal, virðulegur forseti, ekki taka hér fleiri þætti mála til umræðu þótt ástæða væri til og margt sé órætt af því sem ég vildi sagt hafa. Íslensk utanríkisstefna þarf að taka mið af því að Ísland verði á ný óháð ríki, herlaust land og friðlýst, land friðsamrar þjóðar sem býr í sátt við umhverfi sitt.