Háskóli Íslands
Miðvikudaginn 26. apríl 1989

     Frsm. menntmn. (Eiður Guðnason):
    Herra forseti. Menntmn. þessarar hv. deildar hefur komið saman til fundar og fjallað um þá breytingu sem gerð var á frv. í meðförum Nd. en breytingin felst í því að inn komi setning svohljóðandi, með leyfi forseta:
    ,,Dómnefndarmenn skulu, eftir því sem við á, uppfylla hin sérstöku dómaraskilyrði, sbr. 36. gr. l. nr. 85/1936.``
    Þau skilyrði sem hér um ræðir eru einkum þau sem varða skyldleika eða tengsl og þessu er ætlað að koma í veg fyrir hugsanlega hagsmunaárekstra. Menntmn. þessarar hv. deildar leggur til að frv. verði samþykkt eins og það kom frá Nd.