Tollalög
Miðvikudaginn 26. apríl 1989

     Frsm. fjh.- og viðskn. (Eiður Guðnason):
    Herra forseti. Fjh.- og viðskn. þessarar hv. deildar hefur fjallað um frv. það sem hér er til umræðu um breytingu á tollalögum.
    Nál. er að finna á þskj. 948.
    Nefndin mælir með því að frv. verði samþykkt með einni brtt. en hana er að finna á þskj. 952. Brtt. er í því fólgin að inn í upptalninguna í 2. gr. frv. verði bætt: Sauðárkróksflugvelli. Sú brtt. byggist á þeirri einföldu forsendu að þá tekur sú heimild sem þar er um fjallað til allra áætlunarflugvalla sem í flugmálaáætlun árin 1988--1991 teljast til fyrsta flokks.
    Nefndarmenn voru sammála um að þetta væri eðlileg breyting. Hér er ekki um að ræða ákvörðun um að hefja rekstur eða leyfa rekstur verslana með tollfrjálsar vörur í flugstöðvum á þessum flugvöllum heldur er hér eingöngu um heimildarákvæði til ríkisstjórnarinnar að ræða. Nefndin leggur til að málið verði samþykkt með brtt. á þskj. 952.