Úrskurður forseta um takmörkun umræðna
Föstudaginn 28. apríl 1989

     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Um það hafði verið samið, eins og hv. 2. þm. Austurl. veit, að umræðu lyki á þessu kvöldi sem um var að ræða. Aðferðin til þess var ekki að sérhver þingmaður talaði þrjá klukkutíma samfleytt. Það liggur í augum uppi. Hitt má einnig deila um, hvort forseta er skylt að halda áfram fundi um miðjar nætur þegar átta hv. þm. eru í húsinu. Um það má ræða.