Úttekt á byggingum
Föstudaginn 28. apríl 1989

     Sjávarútvegsráðherra (Halldór Ásgrímsson):
    Virðulegur forseti. Ég vildi aðeins taka það fram að ég tek undir með hv. fyrirspyrjanda að auðvitað þarf einnig að huga að svæðinu á Norðurlandi. En vegna þess hversu alvarlegt ástand getur skapast hér á Suðurlandi og fullvíst talið að slíkur skjálfti muni koma, þá er það forgangsverkefni. Ég skal alveg játa það að þegar ég sá þessa hluti þá hrökk ég við vegna þess að mér hafði áður ekki verið ljóst hvað hér gæti verið um alvarlegt mál að ræða. En það er ekki vegna þess að menn vilji á nokkurn hátt vanrækja hugsanlegt ástand á Norðurlandi, heldur einungis vegna þess að Suðurland verður að vera hér algjört forgangsverkefni.