Happdrætti
Föstudaginn 28. apríl 1989

     Fyrirspyrjandi (Guðmundur G. Þórarinsson):
    Forseti. Ég þakka hæstv. dómsmrh. þessi svör og vona að það takist að vinna að þessari endurskoðun þannig, eins og hann sagði, að unnt verði að leggja frv. fram í byrjun næsta þings. Ég hygg að það séu ýmis samtök sem bíði eftir því að þessar línur skýrist, samtök sem eru með mikilvæga starfsemi í þjóðfélaginu og þarf fremur að örva til sjálfsbjargarviðleitni þannig að erfitt er fyrir slík samtök að bíða lengi eftir svörum og eftir að línur skýrist. Ég vil þess vegna enn á ný hvetja dómsmrh. til að vinna hratt og örugglega að þessu máli þannig að þingið geti fengist við þessa endurskoðun sem eitt af sínum fyrstu málum á komandi hausti.