Fjáraukalög 1987
Föstudaginn 28. apríl 1989

     Matthías Á. Mathiesen:
    Virðulegi forseti. Fjáraukalög eru ekki flutt sem breyting við fjárlög. ( Forseti: Til að breyta fjárlögum.) Frv. til fjáraukalaga er sjálfstætt frv. Fjárlögin voru samþykkt fyrir löngu síðan. Hér er um að ræða fjáraukalög og það geta verið breytingar við fjáraukalögin, en séu menn að samþykkja greinar þess frv. sem hér er á dagskrá, þá eru menn að samþykkja greinar í frv. sem heitir frv. til fjáraukalaga. ( FrS: Annars gætum við flutt fleiri brtt. við fjárlögin, við 3. umr. Er það opið, forseti?)