Veiting ríkisborgararéttar
Föstudaginn 28. apríl 1989

     Frsm. allshn. (Jón Kristjánsson):
    Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir áliti allshn. um frv. til laga um veitingu ríkisborgararéttar, en nál. liggur fyrir á þskj. 954.
    Nefndin hefur farið yfir þær umsóknir sem komið hafa, en frv. hefur áður hlotið afgreiðslu í hv. Ed. Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt með breytingu sem gerð er tillaga um á þskj. 951, þ.e. að þrjár umsóknir sem fullnægja skilyrðum verði teknar upp í frv.