Eiður Guðnason:
    Herra forseti. Hér er um að ræða frv. til l. til breytinga á lögum um þjóðarátak til byggingar þjóðarbókhlöðu.
    Nefndin hefur haft þetta frv. alllengi til meðferðar, til ítarlegrar skoðunar. Það hefur m.a. verið sent Fjárlaga- og hagsýslustofnun til umsagnar varðandi áætlað tekjutap, verði frv. að lögum. Það hefur komið í ljós að það er mjög óverulegt og að höfðu góðu samráði við hæstv. fjmrh. leggur nefndin til að frv. verði samþykkt óbreytt.
    Undir nál. rita hv. þm. Margrét Fríamnnsdóttir, Valgerður Sverrisdóttir, Júlíus Sólnes, Eyjólfur Konráð Jónsson og Halldór Blöndal, en Eiður Guðnason og Jóhann Einvarðsson voru fjarverandi við lokaafgreiðslu málsins. Nefndin mælir sem sagt með því að frv. verði samþykkt óbreytt.