Forseti (Kjartan Jóhannsson):
    Borist hefur svohljóðandi bréf, dags. 2. maí 1989:
    ,,Þar sem Ragnar Arnalds, 4. þm. Norðurl. v. er erlendis í opinberum erindum og getur því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér að hans beiðni með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að 1. varamaður Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi vestra, Þórður Skúlason sveitarstjóri, taki sæti á Alþingi í fjarveru hans.
Hjörleifur Guttormsson,

formaður þingflokks Alþýðubandalagsins.``

    Þar sem Þórður Skúlason hefur áður átt sæti á Alþingi á þessu kjörtímabili þarf kjörbréf hans ekki rannsóknar við og er hann boðinn velkominn til starfa á Alþingi.