Viðskiptabankar
Miðvikudaginn 03. maí 1989

     Frsm. meiri hl. fjh.- og viðskn. (Eiður Guðnason):
    Hæstv. forseti. Fjh.- og viðskn. þessarar hv. deildar hefur fjallað um þetta frv. og þá breytingu sem á því var gerð í Nd. Breytingin varðar starfssvið bankaráða og er í þá veru að bankaráð skuli eftir sem áður hafa á sinni könnu ráðningu útibússtjóra og forstöðumanna bankaútibúa, en í fyrri mynd laganna hafði það verið fært til bankastjórnar.
    Nefndarmenn eru sammála um að leggja til að styðja þessa breytingu, en að öðru leyti er afstaða nefndarmanna til frv. óbreytt frá því að það var afgreitt héðan úr deildinni. En meiri hl. nefndarinnar leggur sem sagt til að frv. verði samþykkt með þessari breytingu eins og það nú liggur fyrir eftir afgreiðslu í Nd.