Almannatryggingar
Miðvikudaginn 03. maí 1989

     Geir H. Haarde:
    Herra forseti. Í gær þegar þetta mál var til umræðu var því frestað til þess að tóm gæfist til þess að ræða það betur á fundi í hv. heilbr.- og trn. Sá fundur hefur ekki verið haldinn enn og þess vegna undrast ég það mjög að þetta mál skuli nú vera tekið á dagskrá að nýju án þess að staðið sé við það fyrirheit sem hér var gefið í gær að kröfu hv. 3. þm. Reykv.
    Ég vil leyfa mér að mótmæla þessu og fara þess á leit að málinu verði enn frestað. ( Forseti: Má ég aðeins taka það fram að hér er einungis um mistök forseta að ræða og að sjálfsögðu verður málinu frestað.) Já, takk fyrir það.