Tekjuskattur og eignarskattur
Miðvikudaginn 03. maí 1989

     Frsm. fjh.- og viðskn. (Páll Pétursson):
    Herra forseti. Mér láðist að geta þess þegar ég mælti fyrir áliti nefndarinnar að það er að sjálfsögðu skilningur nefndarinnar að þó að innheimtumaður telji ekki efni til að gera samning við skuldara, þá er skuldara að sjálfsögðu heimilt að leita réttar síns við fjmrn. Fjmrn. mundi að sjálfsögðu hafa samband við innheimtumanninn og heyra hans rök, en innheimtumaðurinn er ekki og getur ekki verið hinn endanlegi úrskurðaraðili um það hvort um samning verði að ræða eða ekki. Annað var það ekki, herra forseti.