Páll Pétursson:
    Frú forseti. Mig langar til að vekja athygli hv. síðasta ræðumanns á því að í þingskjölum a.m.k. svo lengi sem ég hef setið hér hefur verið altítt að taka svo til orða að fundir séu miðdegis. Ég tel að það sé komin hefð á þetta orðalag. T.d. voru fundir á Alþingi föstudaginn 11. mars 1983. Sá fyrsti hófst kl. 11 árdegis. Það var í Ed. Síðan kom fundur í Nd. föstudaginn 11. mars. Hann var kl. 1 miðdegis. En síðan kom fundur í Sþ. og hann var kl. 4 síðdegis.