Söluátak spariskírteina
Föstudaginn 05. maí 1989

     Fyrirspyrjandi (Halldór Blöndal):
    Hæstv. forseti. Hæstv. fjmrh. sagði --- ja, ég man ekki, það var eitthvað skrýtið orðalag. ( Fjmrh.: Náð í fóður.) --- að ég hefði ekki vænst þess að fá það fóður sem ég hefði ekki fengið eða eitthvað í þá áttina og átta ég mig ekki alveg á hvað fyrir hæstv. fjmrh. vakti. Ég vil hins vegar vekja athygli á öðru, að hæstv. ráðherra hefur 5 mínútur hér tvívegis til að flytja sitt mál en fyrirspyrjandi tvisvar sinnum tvær mínútur samkvæmt þingsköpum þannig að eðlilegt er að mér vinnist ekki tími til þess að víkja að öllum atriðum í máli hæstv. fjmrh. þar sem ég vil virða þingsköp eftir mætti.