Náms- og kennslugögn
Föstudaginn 05. maí 1989

     Fyrirspyrjandi (Guðrún Agnarsdóttir):
    Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. menntmrh. fyrir svör hans. Ég fagna því að nú skuli vera kominn nokkur framkvæmdaskriður á málið og ég vil biðja hæstv. menntmrh. og hæstv. fjmrh., sem situr hér við hlið hans --- heppnin er með mér í dag --- og hefur hlustað á þetta mál, ég vil biðja þá að fylgja þessu máli vel eftir við fjárlagagerð þannig að tryggt verði að þessu grundvallaratriði, sem m.a. tryggir raunverulegt jafnrétti til náms, barna á landsbyggðinni eða í dreifbýlinu og þeirra sem búa í þéttbýli, verði nú sinnt með nokkrum myndarskap og meiri myndarskap en áður hefur verið. Þess vegna bið ég þessa tvo hæstv. ráðherra að fylgja nú tillögu nefndarinnar vel eftir og gæta þess að fjárveitingar verði myndarlegar þar sem þeirra er þörf.