Vernd barna og ungmenna
Föstudaginn 05. maí 1989

     Fyrirspyrjandi (Guðrún Agnarsdóttir):
    Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svör hans. Ég fagna því að nú skuli kominn tími á verkalok nefndarinnar. Það er langt frá því að ég vanmeti verk hennar eða telji að verkefnið sé ekki viðamikið og auðvitað þarf að vanda alla vinnu að því. Nefndarstörf geta dregist á langinn vegna ýmissa óviðráðanlegra aðstæðna, það er skiljanlegt og eðlilegt. Ég mundi mjög gjarnan vilja fá að sjá niðurstöður þessarar nefndar eins og hæstv. ráðherra bauð upp á og fagna því að málinu skuli nú senn lokið í vinnslu nefndarinnar.