Sigló hf.
Föstudaginn 05. maí 1989

     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Ég vil benda hv. þm. á að ég hef líklega verið of rýmileg hér með að leyfa athugasemdir. Hér segir í 31. gr. þingskapalaga:
    ,,Hvor um sig, fyrirspyrjandi og ráðherra, má ekki tala oftar en tvisvar, fyrirspyrjandi eigi lengur en tvær mínútur og ráðherra eigi lengur en fimm mínútur í senn. Öðrum þingmönnum er heimilt að gera stutta athugasemd.`` Þ.e. eina athugasemd.