Þingvíti, tilhögun þingfundar
Föstudaginn 05. maí 1989

     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Nú hefur það komið í ljós, þrátt fyrir það sem áður hafði verið tilkynnt, að þingflokksformenn óska ekki nauðsynlega eftir hléi til þingflokksfunda, en með tilliti til þess hversu dagskrá hefur farið fram úr áætluðum tíma hyggst forseti slíta þessum fundi að lokinni þeirri umræðu sem hér hefur verið um beðið, setja strax á eftir annan fund til að afgreiða fjáraukalög úr 2. umr. en taka síðan öll önnur mál af dagskrá og setja nýjan fund að loknu 10 mínútna hlé svo að hv. þm. fái að hvíla sig ögn eftir þennan langa fund.