Aðstoð við leigjendur
Föstudaginn 05. maí 1989

     Frsm. félmn. (Hjörleifur Guttormsson):
    Virðulegur forseti. fyrir liggur á þskj. 964 nál. félmn. um till. til þál. um aðstoð við leigjendur.
    ,,Nefndin hefur fjallað um tillöguna og sendi hana til umsagnar. Svör bárust frá Alþýðusambandi Íslands, Húseigendafélaginu og ríkisskattstjóra. Alþýðusambandið tekur undir hugmynd flm., Húseigendafélagið telur efni tillögunnar ekki almennt varða hag félagsmanna sinna og ríkisskattstjóri, Garðar Valdimarsson, segir í umsögn sinni m.a. eftirfarandi:
    ,,Varðandi þá athugasemd í grg. með tillögunni, að hingað til hafi ekkert verið gert af hálfu ríkisvaldsins til að létta byrðar leigjenda, er rétt að benda á 3. tölul. E-liðs 1. mgr. 30. gr. tekjuskattslaga sem í gildi var frá 1982 til 1988. Samkvæmt nefndum tölulið var helmingur greiddrar húsaleigu vegna leigu á íbúðarhúsnæði frádráttarbær hjá leigjanda. Við álagningu á árinu 1987, sem var síðasta árið sem frádrátturinn gat nýst í raun, nam frádrátturinn 90.626.000 kr. hjá 1546 gjaldendum.
    Þar sem hér er um að ræða þáltill. um að fela ríkisstjórninni að meta út frá lagatæknilegum sjónarmiðum hvora leiðina eigi að fara til að aðstoða leigjendur tel ég ekki rétt á þessu stigi að fjalla nánar um þau sjónarmið.``
    Þar sem hér er um að ræða mál er snertir hag margra og breyting varð á þegar sett voru lög um staðgreiðslu skatta telur nefndin rétt að stjórnvöld kanni með hvaða hætti best verði komið við aðstoð við leigjendur. Með vísan til þessa leggur nefndin til að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar.``
    Þetta er undirritað af fulltrúum í félmn.