Aðstoð við leigjendur
Föstudaginn 05. maí 1989

     Guðmundur Ágústsson:
    Virðulegi forseti. Ég fagna því að hv. félmn. skyldi afgreiða þetta mál, en ég vonast svo sannarlega eftir því að þetta mál fái jákvæða umsögn hjá ríkisstjórninni og hún leggi fram breytingu við lögin um tekjuskatt á næsta þingi. Með vísan til þess rökstuðnings sem fram kom hjá formanni nefndarinnar, þá get ég tekið undir það að rétt sé að vísa þessu til ríkisstjórnarinnar þar sem um mjög flókin lagateknísk atriði er að ræða. Ég fagna einnig þeim áhuga sem nefndarmenn hafa á þessu máli og þeirri nauðsyn sem í nál. kemur fram.