Búminjasafn á Hvanneyri
Föstudaginn 05. maí 1989

     Ólafur Þ. Þórðarson:
    Hæstv. forseti. Það er rétt að Nd. hefur samþykkt frv. til þjóðminjalaga. Ed. hefur ekki enn afgreitt það mál mér vitanlega þannig að ekki er um það að ræða að það frv. sé orðið að lögum og ástæðulaust á þeirri stundu að tala á þann veg að það sé óeðlilegt að menn flytji frv. til l. sem brjóti í bága við þjóðminjalögin.
    Ég get vel fellt mig við þá hugmynd, sem hér kom fram hjá hv. 2. þm. Austurl., að atkvæðagreiðslu um þetta mál verði frestað í Sþ. þar til séð verður hvort menntmn. Nd. afgreiðir það frv. sem þar er. Auðvitað er það atriði sem nefnt var, að ekki þurfi lög, það sé nóg að þessi viljayfirlýsing komi fram, rétt ef þjóðminjalögin verða að lögum sem ég reyndar vona. En það breytir ekki þeirri staðreynd að safnið yrði sjálfstæðara ef sérstök lög verða um það sett.