Ástandið í framhaldsskólunum
Föstudaginn 05. maí 1989

     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Nú hefst umræða utan dagskrár sem mun standa næsta hálftímann eða þar til klukkuna vantar 20 mínútur í fimm. Hv. 2. þm. Reykv. hefur óskað eftir hálftíma umræðu um ástandið í framhaldsskólum landsins vegna kjaradeilu ríkisins og Hins íslenska kennarafélags. Umræðan fer fram skv. 1. málsl. 32. gr. þingskapa og hefur málshefjandi 3 mínútur og aðrir eigi lengur en 2 mínútur eins og segir í lögum um þingsköp.