Fundarboð í nefndum
Laugardaginn 06. maí 1989

     Skúli Alexandersson:
    Herra forseti. Hv. 2. þm. Norðurl. e. kvartaði hér undan því að þeir stjórnarandstöðuþingmenn hefðu lítið af legátum til þess að styðja sig í undirbúningsvinnu við málefni hér í þinginu. Ég mundi nú fara fram á það við hv. þm. að hann útskýrði þessa nafngift ( HBl: Þetta er latína og þýðir sendimaður.) og hvort þetta væri til virðingarauka þeirra starfsmanna í ráðuneytunum eða hvort það væri á hinn veginn að það væri verið að lítillækka þá. Nú er mjög mikill vandi að haga orðum sínum á þann hátt að menn móðgi ekki kannski heilu hópana í þjóðfélaginu þannig að ég held að það væri rétt að hv. þm. kæmi hér í ræðustól og útskýrði hver meining lá á bak við þessa nafngift á embættismönnum ráðuneytanna.