Almannatryggingar
Laugardaginn 06. maí 1989

     Frsm. heilbr.- og trn. (Valgerður Sverrisdóttir):
    Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir nál. á þskj. 1069 frá hv. heilbr.- og trn. um frv. til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 67/1971, með síðari breytingum.
    Nefndin hefur fjallað um frv. sem fjallar um heimild til Tryggingastofnunarinnar, þegar ekki verður séð hver örorka verður til frambúðar eftir sjúkdóma eða slys, að greiða endurhæfingarlífeyri í 12 mánuði, eða þar til unnt er að meta varanlega örorku, þó aldrei lengur en í 18 mánuði. Nefndin mælir með samþykkt frv. eins og Nd. afgreiddi það.
    Margrét Frímannsdóttir og Stefán Guðmundsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Undir nál. rita, auk þeirrar sem þetta mælir, Salome Þorkelsdóttir, Karl Steinar Guðnason, Guðmundur H. Garðarsson og Guðrún Agnarsdóttir.