Ráðstafanir vegna kjarasamninga
Laugardaginn 06. maí 1989

     Halldór Blöndal:
    Herra forseti. Að gefnu tilefni í báðum ræðum hæstv. forsrh., bæði í hinni fyrri og hinni síðari, er óhjákvæmilegt að fara að rifja upp þá efnahagsstefnu sem síðasta ríkisstjórn fylgdi og velta fyrir sér þeim ummælum sem hæstv. forsrh. viðhafði. Ég hafði hugsað mér að láta kyrrt liggja þó að hann hefði gert það í fyrri ræðunni en úr því að hann kaus að endurtaka ummæli sín er óhjákvæmilegt að taka efnahagsmálin almennt til umræðu á breiðum grundvelli. Það var samkomulag um það að fundur stæði til fjögur í dag og ég vil óska eftir því að við það verði staðið og fundi ljúki í dag og ég megi halda ræðu minni áfram eftir helgi.