Málefni aldraðra
Þriðjudaginn 09. maí 1989

     Karl Steinar Guðnason:
    Herra forseti. Aftur verð ég að tala um misskilning. Ég sagði áðan og ætla að endurtaka það að þeir sem eru heilbrigðir aldraðir og eru á stofnunum þurfa að greiða fyrir sína vist, en þeir sem sjúkir eru og aldraðir lentu flestir hverjir í þeirri aðstöðu að þeir ættu ekki afturkvæmt. Það er ekki kaldranalegt viðhorf. Það er staðreynd sem hægt er að sanna með tölum. Við komumst ekki hjá því að lífið gengur sinn gang á þann veg og allflestir sem þarna er um að ræða lenda í þessu. Ég vildi árétta þetta.