Húsnæðisstofnun ríkisins
Þriðjudaginn 09. maí 1989

     Jón Sæmundur Sigurjónsson:
    Herra forseti. Húsbréfakerfið kemur aðeins til með að verða lítill hluti af húsnæðislánakerfinu í nánustu framtíð. Gamla kerfið mun áfram verða við lýði. Það einkennist af löngum biðlistum. Að stytta þá biðlista er einungis mögulegt með því móti að hækka vexti eða koma á svipuðum skerðingarákvæðum og hér er talað um. Þau skerðingarákvæði sem hér er talað um munu minnka útgjöld húsnæðiskerfisins um 8%. Það er umfram það sem húsnæðiskerfið kemur til með að kosta. Ég segi því nei.