Húsnæðisstofnun ríkisins
Þriðjudaginn 09. maí 1989

     Geir H. Haarde:
    Herra forseti. Ég vek athygli forseta á því að þessi liður í brtt. er bein afleiðing af þeim þremur liðum sem á undan koma. Hér er um að ræða ákvæði um gildistöku greina sem búið er að fella úr frv. Atkvæðagreiðsla um þennan síðasta lið hlýtur því að vera óþörf því að það hlýtur að verða að líta svo á að þetta ákvæði sé sjálffallið brott með þeim niðurstöðum úr atkvæðagreiðslum sem fyrir liggja.