Húsnæðisstofnun ríkisins
Þriðjudaginn 09. maí 1989

     Geir H. Haarde:
    Herra forseti. Ég held að þetta sé ekkert sérstaklega flókið mál. Í þeim brtt. sem samþykktar hafa verið á þskj. 1106, liðir nr. 1, 2 og 3, eru gerðar breytingar á 12., 13. og 14. gr. núgildandi laga. Það hlýtur því að leiða af sjálfu sér þar sem 13. og 14. gr. hafa verið felldar úr þessu frv. að gildistökuákvæði varðandi þær greinar falli út. Hins vegar er ábending hv. 1. þm. Reykn. réttmæt að því leyti til að tilvísun í 12. gr. er að finna í fyrri hluta 1. gr. frv. 12. gr. laganna er breytt og því hlýtur að eiga að standa þarna breytingar á 12. gr. gildandi laga, en brott falli 13. og 14. En ef forseti er í einhverjum vafa um þetta held ég að væri þjóðráð að gera augnabliks hlé og ráðfæra sig við hina færustu þingskapamenn sem eru í húsinu.