Húsnæðisstofnun ríkisins
Þriðjudaginn 09. maí 1989

     Sighvatur Björgvinsson:
    Virðulegi forseti. Það væri alveg eins hægt að halda því fram að hv. deild hefði komist að þeirri niðurstöðu við betri umhugsun að sú afgreiðsla sem hún áður hefur gert á tillögum hv. þm. Geirs H. Haarde hafi verið á misskilningi byggð og þess vegna hafi hún fellt að þessi síðasta tillaga hv. þm. yrði samþykkt. Það er afskaplega einfalt að ganga úr skugga um þetta, virðulegi forseti, og er mjög vanalegt að ef einhver missmíði eru slík á afgreiðslu séu þau löguð í 3. umr. eða þegar næst er um málið fjallað. Að sjálfsögðu er ekki hægt að kalla til baka tillögu sem atkvæði hafa gengið um. Það er ekki heldur hægt að breyta þeim úrskurði sem hér hefur fallið í formlegri atkvæðagreiðslu svo að mín tillaga er sú að við höldum áfram þar sem frá var horfið og þetta mál verði síðan skoðað milli 2. og 3. umr. og brtt. um það sem lagfæra þarf verði flutt við 3. umr. Það er eðlilegasta málsmeðferðin eins og málin nú standa.