Loftferðir
Miðvikudaginn 10. maí 1989

     Frsm. samgn. (Karvel Pálmason):
    Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. frá samgn. um frv. til laga til breytingar á lögum um loftferðir nr. 34/1964. Nál. er svohljóðandi:
    ,,Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fékk til viðræðna um frumvarpið Ragnhildi Hjaltadóttur frá samgrn., Kristján Egilsson frá Félagi ísl. atvinnuflugmanna, Sigurlínu E. Scheving frá Flugfreyjufélaginu, Grétar Óskarsson frá loftferðaeftirliti Flugmálastjórnar, Þorstein Þorsteinsson frá Arnarflugi hf., Guðlaug Helgason frá Flugleiðum hf. og Jón Helgason og Þórhall Magnússon frá Flugskóla Helga Jónssonar.
    Nefndin mælir með samþykki frumvarpsins með breytingum sem fluttar eru á sérstöku þingskjali. Hér er fyrst og fremst um að ræða orðalagsbreytingar`` sem nefndin leggur til.
    Í ljósi þess að hér er ekki um efnislegar breytingar að ræða sé ég út af fyrir sig ekki ástæðu til að gera grein fyrir brtt. að öðru leyti en því að vísa í þskj. 1132.
    Undir þetta nál. skrifa, auk þess sem hér talar, Egill Jónsson, Skúli Alexandersson, Guðmundur Ágústsson, Jón Helgason, Stefán Guðmundsson og Þorv. Garðar Kristjánsson.
    Ég hygg að deildin muni vera sammála því að hér sé málið fært til betri vetar og skiljanlegra en það var í viðkomandi frumvarpi.