Kvikmyndin Lífsbjörg í norðurhöfum
Fimmtudaginn 11. maí 1989

     Stefán Guðmundsson:
    Virðulegi forseti. Það væri nú ástæða til þess að gera meira en stutta athugasemd eftir ræðu hæstv. forseta Sþ. Ég verð að segja það að ég fagna þessari yfirlýsingu sem hér kom frá hæstv. sjútvrh. um það lítilræði sem hrokkið hafði frá ráðuneytinu til gerðar þessarar myndar og í mínum huga hefði sú upphæð mátt vera miklu og mun stærri. Þetta er vissulega gott framtak hjá ungum manni, Magnúsi Guðmundssyni, og með gerð þessarar myndar hefur okkur vissulega tekist eða honum að snúa umræðunni að nokkru okkur í vil og slá á þá öfgahópa og það öfgafólk sem því miður er bæði hér innan veggja og annars staðar í þessu máli. Ég vil segja það, og það skulu vera mín síðustu orð, að svo vissulega þyrfti Magnús Guðmundsson að fá ríflegri styrk en hann hefur fengið til þess að framleiða þessa kvikmynd.