Kvikmyndin Lífsbjörg í norðurhöfum
Fimmtudaginn 11. maí 1989

     Eiður Guðnason:
    Virðulegi forseti. Ég verð að taka mjög sterklega undir þau ummæli sem hæstv. sjútvrh. viðhafði hér í lokin. Ég kom hér inn í húsið og heyrði forseta Sþ. í ræðustóli og þau ummæli sem hún viðhafði. Ég vissi nú satt að segja eiginlega ekki hvar ég var staddur eða hvað var hér á seyði. Ég minnist þess eiginlega ekki að hafa heyrt slík ummæli falla hér átölulaust í þessum ræðustól. Ýmislegt hefur maður nú heyrt, en ég held að ég hafi ekki heyrt svona munnsöfnuð, leyfi ég mér að segja, áður. Mér þykir þetta miður.
    Ég vil lýsa ánægju með að þessi fsp. skyldi hafa komið hér fram. Ef eitthvað er, þá eigum við að gera fleiri kvikmyndir af þessu tagi og kynna málstað okkar betur en við höfum gert í þessu efni án þess að ég fari út í þá umræðu frekar hér.