Frumvarp um framhaldsskóla
Fimmtudaginn 11. maí 1989

     Menntamálaráðherra (Svavar Gestsson):
    Virðulegi forseti. Ég tek eftir því að frv. til l. um breytingu á lögum um framhaldsskóla hefur beðið umræðu í tvo eða þrjá sólarhringa. Ég tel að það sé óhjákvæmilegt að þetta mál fái þinglega meðferð á þessu þingi og vil leggja á það áherslu við hæstv. forseta að að því verði stuðlað með öllum tiltækum ráðum.